Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 53

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 53
einsleitni á Evrópska efnahagssvæðinu verði náð og viðhaldið.39 Rangt væri hins vegar að líta svo á að þessu markmiði væri hætta búin ef óskráðar meginreglur féllu utan gildissviðs ákvæðisins því ljóst er að hægt er að mæta sjónarmiðum um einsleitni með öðrum hætti. Með tilliti til þessa er tæpast rétt að skýra 6. gr. EES-samningsins svo rúmt að hún taki til meginreglna sem ekki eru skráðar því meginröksemdin á bak við rúma túlkun byggir á veikum sjónarmiðum.40 Ofangreindar hugleiðingar fela í raun í sér svar við því hvort Francovich- málið teljist með þeim dómum sem 6. gr. EES-samningsins tekur til. í Rómar- sáttmálanum er hvergi berum orðum kveðið á um skaðabótaskyldu aðildarríkja gagnvart einstaklingum. Ef undan er skilin tilvitnun Evrópudómstólsins til 5. gr. Rómarsáttmálans, sem á sér hliðstæðu í 3. gr. EES-samningsins, byggist dómurinn í Francovich-málinu ekki á skýringu á einu eða fleirum nánar til- greindum ákvæðum Rómarsáttmálans sem eiga sér efnislega samsvörun í EES- samningnum. Það væri því andstætt ótvíræðu orðalagi 6. gr. að fella dóminn þar undir. Þar sem ekki eru fyrir hendi nægilega veigamiklar röksemdir til að skýra ákvæðið rúmt og beinlínis gegn orðalagi þess er niðurstaðan sú að Francovich- málið sé ekki fordæmi að EES-rétti í skilningi þess ákvæðis. Verður ekki talið skylt að leggja dóminn til grundvallar við túlkun. Þar með er hins vegar ekki sagt að Francovich-málið hafi ekki þýðingu að EES-rétti. Til að fá úr því skorið þarf að leita fanga í EES-samningnum sjálfum, uppbyggingu hans og grund- vallarreglum. 3. UPPBYGGING OG GRUNDVALLARREGLUR EES-SAMNINGSINS 3.1 Röksemdir Evrópudómstólsins í Francovich-málinu Niðurstaðan hér að ofan er sú að meginreglan um skaðabótaskyldu aðildar- ríkja sem slegið var fastri í Francovich-málinu hafi ekki verið yfirtekin með 6. gr. EES-samningsins. Liggur næst fyrir að kanna hvort sambærileg regla verði 39 Hér má einnig benda á það að EFTA-dómstóllinn virðist ekki gera skýran greinarmun á dómum Evrópudómstólsins sem upp eru kveðnir fyrir 2. maí 1992 og síðari dómum, sjá dóm 21. mars 1995 í máli E-2/94 Scottish Salmoti Growers Association Limited gegn ESA (1994-1995) REC 59; dóm 16. júní 1995 í sameinuðum málum E-8/94 og E-9/94 Forbrukerombudet gegn Mattel Scandinavia A/S og Lego Norge A/S (1994-1995) REC 113 og dóm 20. júní 1995 í máli E-l/95 Ulf Samuelsson gegn Svíþjóð (1994-1995) REC 145. 40 Þegar ekki er skylt að beita túlkunarfyrirmælum 6. gr. EES-samningsins má ætla að rétt sé að beita þeim sjónarmiðum sem fram koma í 31.-33. gr. Vínarsamningsins um alþjóðlegan samningarétt frá 23. maí 1969 en almennt er litið á samninginn sem gildandi þjóðarétt. f 31. gr. samningsins er orðuð sú meginregla að leitast eigi við að skýra ákvæði þjóðréttarsamninga í góðri trú, þ.e. í sem bestu samræmi við orðalag samningsins í heild, það samhengi sem einstök ákvæði koma fyrir í og tilgang ákvæða hans. Þar sem einsleitni er eitt af meginmarkmiðum EES- samningsins hljóta dómar Evrópudómstólsins að vera þýðingarmikil lögskýringargögn við túlkun samningsins. Sjá um nefnd ákvæði Vínarsamningsins Davíð Þór Björgvinsson: Lögskýringar (fjölrit), Reykjavík 1995, bls. 146 og ennfremur Malcolm N. Shaw: Intemational Law (þriðja útgáfa), Stóra-Bretland 1991, bls. 583 o. áfr. 137
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.