Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 50
aðildarríki brýtur gegn réttarreglum EB, einstaklingur verður fyrir tjóni og
ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Telja má líklegt að reglan muni helst hafa áhrif á
sameiginlegum efnissviðum Rómarsáttmálans og EES-samningsins enda er þar
að finna helstu ákvæðin sem varða réttarstöðu einstaklinga. Er þá t.d. átt við
réttarreglur á sviði frjálsra vöruflutninga, fólksflutninga, fjármagnsflutninga og
frjálsrar þjónustustarfsemi. Það að Francovich-máhð falli undir 6. gr. EES-
samningsins er samkvæmt þessu ekki hægt að útiloka með vísan til þess að það
eigi einungis við efnissvið sem EES-samningurinn nær ekki til.30
Hins vegar er til þess að líta að samrunasjónarmið virðast að einhverju leyti
hafa ráðið ferðinni þegar tilvist meginreglunnar um skaðabótaskyldu aðildar-
ríkja var viðurkennd. I Francovich-málinu vísaði Evrópudómstóllinn til sjálf-
stæðis EB-réttar og grundvallardóma eins og van Gend & Loos31 og Costa gegn
Enel,32 sem innan EB-réttar mörkuðu stefnuna um bein réttaráhrif og forgangs-
áhrif. Að auki lagði dómstóllinn áherslu á þá ríku skyldu sem hvílir á dóm-
stólum aðildarríkjanna að vernda réttindi einstaklinga. Einhverjir kynnu að vera
þeirrar skoðunar að dómurinn skipti ekki máli í skilningi 6. gr. EES-samnings-
ins vegna þessa.
Málið er þó ekki alveg svo einfalt. í fyrsta lagi má skilja vísun dómstólsins
til nefndra dóma á þann veg að einkum sé verið að leggja áherslu á það að
einstaklingar njóti réttinda að EB-rétti en eins og nánar er fjallað um hér á eftir
getur þetta einnig átt við um einstaklinga á Evrópska efnahagssvæðinu.
Meginreglan um skaðabótaskyldu aðildarríkja er hins vegar sjálfstæð og óháð
reglunum um bein réttaráhrif og forgangsáhrif EB-réttar enda er það ekki
skilyrði bótaábyrgðar að réttarregla sem brotið er gegn hafi bein réttaráhrif. I
öðru lagi ber að líta til þess að EES-samningnum er ætlað að vera framsækinn
í þeim skilningi að samningsaðilar EFTA-megin borðsins skuldbinda sig til að
yfirtaka nýjar gerðir á viðkomandi sviðum jafnt sem breytingar á eldri gerðum.
Má gera ráð fyrir því að samrunasjónarmið kunni að einhverju leyti að fylgja
með í kaupunum þegar nýjar EB-reglur eru samþykktar í sameiginlegu EES-
nefndinni. í þriðja lagi kunna sjónarmið um einsleitni að ráða einhverju um það
hvaða dómar skipta máli í skilningi 6. gr. og þá þannig að dómar uppfylli
skilyrðið fremur en ekki. Að lokum er það afar mikilvægt að meginreglan um
skaðabótaskyldu aðildarríkja hefur ekki í sér fólgið framsal á fullveldisrétti á
sama hátt og reyndin er með meginreglumar um bein réttaráhrif og forgangs-
30 Þessu til stuðnings má benda á að í þeim málum sem reynt hefur á skaðabótaábyrgð aðildamkja
EB hafa brot hlutaðeigandi ríkja ávallt verið gegn reglum sem heyra undir efnissvið EES-samn-
ingsins. Sjá auk Francovich-málsins sameinuð mál C-46/93 og C-48/93 Brasserie du Pécheur gegn
Þýskaiandi og The Queen gegn Secretary ofState for Transport, ex parte Factortame Ltd. [1996]
ECR 1-1029, mál C-392/93 The Queen gegn H.M. Treasury, ex parte British Telecommunications
plc. [1996] ECR1-1631, mál C-5/94 The Queen gegn Ministry of Agriculture, Fisheries and Food,
ex parte Hedley Lomas (Ireland) Ltd. [1996] ECR 1-2553 og sameinuð mál C-178/94, C-179/94,
C-188/94, C-189/94 og C-190/94 Erich Dillenkofer ogfleiri gegn Þýskalandi [1996] ECR1-4845.
31 Mál 26/62 van Gend & Loos gegn Nederlandse Administratie der Belastingen [1963] ECR 1.
32 Mál 6/64 Costa gegn Enel [1964] ECR 585.
134