Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 18
2. ÞJOÐARETTUR Það leiðir af reglum almenns þjóðaréttar að ríki er frjálst að stjórna pen- ingakerfi sínu.5 Þessu fylgir ákveðin skylda ríkis til að virða peningakerfi annarra ríkja. Gjaldmiðill er kjarni peningakerfisins. Þegar löggjöf ákveður með gildum hætti að evró sé gjaldmiðill þátttökuríkjanna er það vilji löggjafans að koma á þessum sameiginlega gjaldmiðli í ríkjunum. Almennur þjóðaréttur viðurkennir að ríki geti í sameiningu farið með stjóm peningamála að því er lýtur að sameiginlegri mynt. Þetta leiðir af reglunni um að ríki geti stýrt eigin peninga- kerfi. Það verður því að teljast í samræmi við almennan þjóðarétt að reglur Evrópuréttarins um evróið, ásamt peningarétti og peningakröfurétti þátttöku- ríkjanna (n. pengeret og pengekravsrett), verði lex monetae fyrir evróið, þ.e.a.s. sá réttur sem gildir fyrir gjaldmiðilinn - eða peningana - evró.6 3. EVRÓPURÉTTUR Lagaatriðum sem lúta að gildistöku evrósins hefur í Evrópurétti fyrst og fremst verið skipað með tveimur reglugerðum, þar af er önnur á þessu stigi drög að reglugerð, sem samkomulag er um (sjá hér á eftir). Reglugerðimar verður að skoða í samhengi.7 Einnig verður að líta til annarra réttarheimilda, þ. á m. einstakra ákvæða Rómarsamningsins (Rs.). Þá hafa ýmsar stjórnmálayfir- lýsingar þýðingu, einkum svokallaðar „ályktanir", með viðaukum, frá fundum Evrópska ráðsins. Reglugerð ráðsins nr. 1103/97, frá 17. júní 1997, um ákvarðanir sem lúta að gildistöku evrósins, tók gildi 20. júní 1997.8 I því sem á eftir fer kallast hún reglugerðin. Reglugerðin er sett með heimild í 235. gr. Rs. (308. gr. Rs.9) Ástæða þess var viljinn til að slá föstum sem fyrst ákveðnum markaðsaðstæð- um í sambandi við gildistöku evrósins, sbr. fimmtu forsendu reglugerðarinnar. 5 Sbr. málin Serbian Loans og Brazilian Loans (bæði frá 1929) P.C.I.J.A, nr. 20 og 21. Reglur hins almenna þjóðaréttar geta takmarkað rétt ríkis til að stjóma peningakerfi sínu og sömuleiðis ákvæði þjóðréttarsamninga sem binda viðkomandi ríki. Samningurinn um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn byggir t.d. á því að einungis ,,ríki“ geti verið aðilar að sjóðnum en nefnir ekki þann möguleika, að fleiri ríki en eitt noti sama gjaldmiðil. Nokkur óvissa ríkir á þessu sviði sem ekki verður fjallað um hér. 6 Þar sem lex monetae getur einnig tekið til réttar einstaks ríkis verður að gera ráð fyrir því að reglumar geti tekið breytingum sem ráðast af reglum þátttökuríkis, sem koma til fyllingar Evrópuréttinum samkvæmt samningi eða lagaákvæðum. 7 Fjallað er um lagarammann í European Economy, nr. 2, viðbæti A (febrúar 1997), „Legal framework for the use of the Euro“ og í grein með sama heiti í Euro Papers, nr. 4 (september 1997). 8 Sbr. Official Jounal, nr. L 162, 10.06.1997, bls. 1. Önnur grein reglugerðarinar á að taka gildi 1. janúar 1999. 9 í Amsterdamsamningnum (undirritaður 2. október 1997), sem er til meðferðar samkvæmt stjórnskipunarrétti aðildarríkjanna, er ákvæði í 12. gr. um breytt númer greina, kafla og hluta bæði í Samningnum um Evrópubandalagið (Rs.) og Samningnum um Evrópusambandið (ESB). í viðbæti, sem verður hluti samningsins, er tafla yfir samsvörun númera. Hin nýju greinanúmer, sem ganga í gildi, ef og þegar Amsterdamsamningurinn verður fullgiltur, eru hér á eftir innan sviga á eftir núverandi greinamúmeri. 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.