Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 59
Samkvæmt þessari bókun skuldbinda EFTA-ríkin sig, án þess þó að fram-
selja löggjafarvald til stofnana EES, til að haga innanlandslöggjöf með þeim
hætti að EES-reglur gangi framar réttarreglum landsréttar ef þær fá ekki sam-
rýmst.53
Af þeim ákvæðum sem rakin hafa verið verður auðveldlega ráðið hversu
mikil áhersla er lögð á einsleitni innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Að lokum er rétt að vísa til 4. gr. EES-samningsins en þar er lagt bann við
hvers konar mismunun á grundvelli ríkisfangs á gildissviði samningsins nema
annað leiði af einstökum ákvæðum hans. Ákvæðið stuðlar að því að sömu
reglur eigi við alla sem innan svæðisins búa.54
3.4 Staða einstaklinga innan Evrópska efnahagssvæðisins
Það hefur sérstaka þýðingu að kanna réttarstöðu einstaklinga á Evrópska
efnahagssvæðinu. Er EES-samningnum einungis ætlað að hafa áhrif í sam-
skiptum þjóða á milli eða skapar hann einstaklingum beinan rétt í einhverju
formi? Margt bendir til þess að svo sé.
Fyrst skal það nefnt að flest efnisákvæði samningsins miða að því að setja
samskiptareglur milli yfirvalda og einstaklinga eða einstaklinganna sín á milli,
sbr. II., III. og IV. hluta EES-samningsins. Reglumar leggja sumar hverjar
einstaklingum eða lögaðilum skyldur á herðar, sbr. samkeppnisákvæðin í 53. og
54. gr. Eru jafnvel heimildir til að sekta einstaklinga fyrir brot gegn þessum
reglum og eru ákvarðanir ESA og framkvæmdastjórnarinnar sem leggja slíkar
fjárskuldbindingar á aðra aðila en ríki fullnustuhæfar, sbr. 110. gr. EES-samn-
ingsins. Með þessari tilhögun hefur EES-samningurinn bein áhrif á líf og réttar-
stöðu einstaklinga sem búa á Evrópska efnahagssvæðinu. Enda segir í áttunda
lið inngangsorða samningsins að samningsaðilar séu sannfærðir um „að ein-
staklingar muni gegna mikilvægu hlutverki á Evrópska efnahagssvæðinu vegna
beitingar þeirra réttinda sem þeir öðlast með [samningnum] og þeirrar vemdar
dómstóla sem þessi réttindi njóta“. Vert er að gefa því gaum að minnst er á
réttindi sem einstaklingar öðlast með samningnum og að þau réttindi njóti
vemdar dómstóla. Tilvitnuð setning veitir vísbendingu í þá átt að EES-samn-
53 Bókun 35 er hluti af EES-samningnum, sbr. a-lið 2. gr. íslenska ríkið leitaðist við að fullnægja
skyldu sinni samkvæmt bókuninni með 3. gr. laga um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993. Þar
segir: „Skýra skal lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn
og þær reglur sem á honum byggja". Davíð Þór Björgvinsson telur vafasamt að 3. gr. laga nr.
2/1993 fullnægi þeim skyldum sem leiða af bókun 35, sjá bls. 150-155. Ákvæði norskra laga sem
ætlað er að uppfylla skuldbindingar samkvæmt bókun 35 er að finna í 2. gr. laga 109/1992 (lov nr.
112 av 27. november 1992 om gjennomfpring i norsk rett av hoveddelen i Avtale om Det
europeiske pkonomiske samarbeidsomráde (E0S) mv.). Um það fjalla Henrik Bull: „E0S-avtalen
- litt um avtalens struktur og om prinsippene for gjennomfpring i norsk rett“. (1992) LoR, (Henrik
Bull) bls. 599-601 og Fredrik Sejersted, bls. 139-143.
54 Sjá um 4. gr. EES-samningsins Jorgen Aall: „Diskrimineringsforbudet etter E0S-avtalens
artikkel 4“. (1994) TfR, bls. 1011-1027. Samanburð á grundvallarreglum EB- og EES-réttar er að
finna hjá Stefáni Má Stefánssyni, bls. 33-54.
143