Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 72
Ákveðið hefur verið, að einingakerfi verði tekið upp í lagadeild frá og með
haustmisseri 1998.
I nefndinni eiga nú sæti Davíð Þór Björgvinsson prófessor formaður, Ing-
veldur Einarsdóttir kennslustjóri og Heimir Öm Herbertsson, fulltrúi laganema.
3. INNLEND SAMSKIPTI
3.1 Hollvinafélag lagadeildar
Á deildarfundi 8. október 1996 gerði deildarforseti þá tillögu, að Eiríki
Tómassyni prófessor og Jónasi Þór Guðmundssyni kennslustjóra yrði falið að
undirbúa stofnun Hollvinafélags lagadeildar. Tillagan var samþykkt samhljóða
og voru lögð fram drög að lögum Hollvinafélags lagadeildar Háskóla íslands á
deildarfundi 24. janúar 1997. Þau vom borin undir atkvæði og samþykkt sú
tillaga deildarforseta að stofnfundur Hollvinafélagsins skyldi haldinn þann 16.
febrúar 1997. Fór hann fram við athöfn á Grand Hótel að viðstöddum kenn-
urum, nemendum og fleiri gestum.
I fyrstu stjóm Hollvinafélagsins vom kosin Birgir Isleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri, formaður, Þómnn Guðmundsdóttir hrl., Garðar Gíslason hæsta-
réttardómari, Lára V. Júlíusdóttir hrl. og Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur. í
hans stað hefur nú tekið sæti í stjórninni Jónas Þór Guðmundsson lögfræðingur.
Þann 13. nóvember 1997 var haldinn í Lögbergi fyrsti sameiginlegi fundur
lagadeildar, stjómar Hollvinafélagsins og nýskipaðs Ráðgjafaráðs félagsins,
sem í eiga sæti 26 lögfræðingar.
4. ERLEND SAMSKIPTI
4.1 Kennara- og stúdentaskipti
Erlend samskipti lagadeildar hafa aukist mjög hin síðari ár, ekki síst með
tilkomu svokallaðra laganeta í Evrópu, fyrst og fremst Nordplus og Erasmus.
Nordplus er styrktarkerfi fyrir nemendur og kennara, sem ætlað er að auð-
velda nemenda- og kennaraskipti milli Norðurlandanna. Evrópunetið nefnist
Erasmus og er eins og Nordplus ætlað að auðvelda nemenda- og kennaraskipti
milli landa. Laganet þess kallast ELPIS (European Legal Practice Integrated
Studies)
Færist stöðugt í vöxt að stúdentar við lagadeild nýti sér þessa möguleika og
leysi hluta af námi sínu af hendi við erlenda háskóla samkvæmt heimild í
reglugerð. Þannig lagði 21 íslenskur laganemi stund á nám við háskóla í Evrópu
á árinu 1997, þar af 4 á Norðurlöndunum. í júlí 1996 var gerður samningur um
stúdentaskipti á milli lagadeildar og Ohio Northern University og var einn
stúdent í námi þar á haustmisseri 1996, en enginn árið 1997.
Ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi erlendra samskipta sem þessara,
enda er öll þróun í þá átt að gera háskólasamfélagið sem alþjóðlegast.
156