Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 12
stórum fjárhæðum, og því eðlilegt að viðurlögin taki mið af þessum ásetningi.
Jafnframt er ljóst að væri tekið hart á brotum af þessu tagi væri það líkast til
tekið með í reikninginn af hinum brotlega og fælingarmáttur löggjafarinnar
verður því raunverulegur - sérstaklega ef viðkomandi er lítið tengdur afbrota-
lífemi að öðru leyti sem reyndar er yfirleitt raunin. Ef helstu vina- og kunn-
ingjatengsl viðkomandi brotamanns tengjast hins vegar líferni afbrota sýna
rannsóknir að það dregur úr vamaðaráhrifum viðurlaga. Vitneskja um þyngd
refsinga virðist því hafa mismunandi áhrif á ólíka borgara (Tunnell, 1992).
Síðan er annar flötur sem krefst skoðunar. Ekki em öll afbrot kærð til lög-
reglu og því vandséð að hertar refsingar slái á tíðni þessara duldu brota.
Jafnframt er ljóst að ekki upplýsast öll mál sem kærð em til lögreglu, stundum
ekki nema minnihluti mála. Ef líkumar á að nást em hverfandi skipta harðar
refsingar því einar og sér í raun ákaflega litlu (Jareborg, 1995), nema e.t.v. sem
einhvers konar táknrænn gemingur gagnvart almenningi og stjórnmálamönnum
sem fá á tilfinninguna að verið sé að gera eitthvað róttækt í málunum. Almennt
séð hafa rannsóknir þó sýnt að uppljóstrun brota og áreiðanleiki viðurlaga hefur
að jafnaði meiri fælni í för með sér en áhersla á hertar refsingar eingöngu (sjá
t.d. Conklin, 1998: 481 og Decker, et. al, 1993). Ef líkurnar á að nást em tals-
verðar, málsmeðferð skjót og markviss í réttarvörslukerfinu er í raun óþarfi með
öllu að refsa meir en sem nemur tilteknu hlutfalli af alvarleika afbrotsins til að
hafa áhrif á tíðni brota.14 Þetta hlutfall er skilgreint í lögum, reyndar með
talsverðum sveigjanleika, sem gefur dómsvaldinu nauðsynlegt svigrúm til að
meta einstök mál og um þetta hafa skapast dómvenjur sem ber að virða. í þessu
samhengi ber jafnframt að brýna að árvekni og aðgæsla borgaranna og sam-
ræmdar aðgerðir og eftirlit lögreglu skiptir einnig miklu máli gagnvart hinum
ýmsu brotum eins og innbrotum, þjófnuðum og mörgum ofbeldisbrotum.
Aðgerðir af þessu tagi hafa sýnt að hafa áhrif á tíðni brota (Clarke, 1992).
Alþekkt er í rannsóknum, bæði hér heima og erlendis, að almenningur telur
iðulega að refsingar séu of vægar (sjá t.d. Ray, 1982). Jafnvel í Bandaríkjunum
sem beita að jafnaði harðari viðurlögum og eru jafnframt með hæstu tíðni
fangelsana á Vesturlöndum vilja borgaramir samt sjá harðari refsingar. Reyndar
hafa sumar rannsóknir sýnt að þekking almennings á viðurlagakerfinu er í raun
oft ekki ýkja mikil. Hugmyndir borgaranna em stundum óljósar um refsimat og
byggja á brotakenndum fregnum fjölmiðla sem iðulega hafa tilhneigingu til að
varpa ljósi á einstök óvenjuleg mál en ekki á heildina sem e.t.v. er heldur ekki
hægt að ætlast til af þeim (Roberts og Stalans, 1997). Væntingarnar til dóms-
kerfisins em því miklar en stundum óraunhæfar. Sumir álíta jafnvel að vægir
dómar séu skýringin á fjölda glæpa og alvarleika þeirra. En þó réttarkerfið
14 Þetta er í raun kjaminn í réttarheimspeki Cesares Beccaria (1764, 1963) en hugmyndir hans
höfðu umtalsverð áhrif á þróun réttarfars á Vesturlöndum. Beccaria áleit að það væri árangursríkara
til að halda glæpum niðri að leitast við að tryggja uppljóstrun brota og skilvirka málsmeðferð frekar
en einblína á refsiþyngdina.
96