Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 10
undanhaldi, eins og hið myndarlega framtak dómsmálaráðherra varðandi heim-
ilisofbeldi á íslandi bendir vonandi til,8 þó ekki sé eftirsóknarvert að sjá fréttir
af fjölskylduofbeldi með stríðsfyrirsögnum í fjölmiðlum eins og við sjáum
reglulega með götuofbeldið.
Það sem gæti stutt það mat að ofbeldi sé orðið grófara og alvarlegra en áður
er að samkvæmt gögnum slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur9 hefur áverka-
mynstrið breyst og færst frá andliti yfir í aðra viðkvæmari líkamsparta. Það sem
gæti hins vegar mælt á móti því er að samkvæmt alþjóðlegum stöðlum yfir
alvarleika ofbeldisáverka virðist samt sem alvarleiki brotanna hafi ekki aukist.
En skýringar á auknum áhyggjum af afbrotum og ofbeldisverkum eru fleiri.
í rannsóknum höfundar hefur komið í ljós að umfjöllun fjölmiðla um afbrot er
mun meiri10 og jafnvel hasarkenndari á þessum áratug en áratugina þar á
undan. Fjölmiðlar hafa í auknum mæli beint kastljósi sínu að afbrotum, ekki síst
ofbeldismálum, sem hefur að öllum líkindum mótað viðhorf borgaranna til
þessa málaflokks. Afbrot fela í sér dramatík og spennu, skúrka og fómarlömb,
sem virðist vera vinsælt fréttaefni og selja því vel sem hlýtur að skipta máli í
umhverfi þar sem markaðurinn ræður. Afbrot eru m.ö.o. í raun orðin eftir-
sóknarverð söluvara í fjölmiðlaheiminum þó að þetta sé vissulega að einhverju
leyti breytilegt eftir einstökum fjölmiðlum.
Það má því vafalítið, að hluta til a.m.k., skýra auknar áhyggjur íslendinga af
ofbeldi og öðmm afbrotum með auknum áhuga fjölmiðla á þessum málaflokki.
Fregnir af afbrotum hafa jafnvel verið fluttar svo til beint af vettvangi inn í
stofur landsmanna og þetta hefur óneitanlega áhrif á skynjun okkar á vanda-
málum samtímans. Fjölmiðlar eru, hvort sem okkur líkar betur eða verr, gluggi
okkar að samfélaginu og veruleika þess. Rannsóknir erlendis sýna sömuleiðis
að jafnvel þó afbrotum og ofbeldisglæpum fjölgi ekki telja sífellt fleiri afbrot
og ofbeldi vaxandi vanda sem fræðimenn hafa tengt við umfjöllun fjölmiðla
(Maguire og Pastore, 1995).
En þótt vandi vegna afbrota virðist minni hjá okkur en mörgum nágranna-
þjóðanna er fjöldi afbrota samt sem áður verulegt áhyggjuefni sem krefst óhjá-
kvæmilega markvissra viðbragða af hálfu okkar allra. Ekki síður er mikilvægt
að hafa í huga að við höfum alla burði til þess að betrumbæta ástandið.
4. ÚRRÆÐI SAMFÉLAGSINS
Hvað er þá helst til ráða? Það sjónarmið heyrist oft að hertar refsingar og
auknar fangelsanir séu svarið við aukningu afbrota. Þetta hljómar í fljótu bragði
bæði sannfærandi og skynsamlegt, enda eiga slíkar hugmyndir jafnan mikinn
hljómgrunn meðal almennings og stjómmálamanna á framabraut. Hertar refs-
8 Skýrsla dómsmálaráðherra um orsakir, umfang og afleiðingar heimilisofbeldis og annars ofbeldis
gegn konum og börnum. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, febrúar 1997.
9 Sjá tilvísun 5 hér að framan.
10 Sjá tilvísun 2 hér að framan.
94