Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 60
ingnum sé ekki eingöngu ætlað að hafa áhrif á samskipti þjóða heldur einnig á stöðu einstaklinga. Aðrir liðir inngangsorða samningsins vísa til réttarstöðu einstaklinga með óbeinni hætti, t.d. þannig að getið er um mikilvægi framþróunar í jafnréttis- málum karla og kvenna og öfluga neytendavernd. Öll þessi atriði gera það að verkum að veigamikil rök mæla með því að EES- samningnum sé ætlað að hafa bein áhrif á réttarstöðu einstaklinga, leggja þeim skyldur á herðar og veita þeim réttindi. Hér verður þó ávallt að hafa það í huga að 7. gr. EES-samningsins kveður á um það hvernig taka ber gerðir upp í landsrétt EFTA-ríkjanna. Innan EB-réttar fjallar 189. gr. Rómarsáttmálans um sama efni. Reglugerð skal samkvæmt a-lið 7. gr. EES-samningsins tekin sem slík upp í landsrétt samningsaðila. 2. mgr. 189. gr. Rómarsáttmálans veitir á hinn bóginn reglugerðum bein lagaáhrif innan aðildarríkja EB. Yfirvöld í einstökum aðildarríkjum þurfa m.ö.o. ekki að aðhafast neitt til að reglugerðir fái gildi að landsrétti. Með þessari tilhögun var stofnunum EB, einkum framkvæmda- stjórninni og ráðinu, veitt vald til að setja réttargerðir sem fá beint gildi innan aðildarríkjanna, óháð athöfnum yfirvalda innanlands. Stofnunum EES hefur ekki verið veitt sambærilegt vald. Hvað innleiðingu tilskipana í landsrétt varðar er 7. gr. EES-samningsins efnislega samhljóða 3. mgr. 189. gr. Rómarsamningsins. Einungis markmið tilskipunar er bindandi gagnvart því aðildarríki sem hún beinist að en við upptöku í landsrétt gefst yfirvöldum samningsaðila kostur á að velja um form og aðferð við framkvæmdina. Tilskipanir hafa því ekki bein lagaáhrif í aðildarríkjum að EES-samningnum. Segja má að 7. gr. EES-samningsins feli í sér tvíbent skilaboð um réttarstöðu einstaklinga á Evrópska efnahagssvæðinu. Annars vegar má líta til þess að greinin mælir fyrir um það að EES-reglur ber að lögtaka í aðildarríkjunum. Af því mætti hugsanlega draga þá ályktun að einstaklingum sé ekki ætlað að njóta réttinda samkvæmt EES-reglum fyrr en að lokinni innleiðingu í landsrétt. Hins vegar má benda á það að með 7. gr. EES-samningsins er gengið lengra í þá átt að veita einstaklingum réttindi sem rætur sínar eiga í þjóðréttarsamningi en hefðbundin sjónarmið gera ráð fyrir. Greinin felur það í sér að stefnt er að því að réttarreglur EES-samningsins og þær reglur sem af honum leiða hafi áhrif að lögum einstakra aðildarríkja enda er ríkjunum skylt að taka þær upp í landsrétt, stundum skilyrðislaust án breytinga. Skyldur aðildarríkjanna að þessu leyti eru mun ríkari en almennt er um þjóðréttarsamninga.55 Þótt fallist verði á það að EES-samningnum sé ætlað að veita einstaklingum réttindi í þeim skilningi sem hér um ræðir er önnur spuming hvort samning- urinn tryggir raunverulega vemd þeirra réttinda og þá hvemig. Innan EB er það viðurkennt að einstaklingar geti átt réttindi sem njóta verndar. Sá sem byggir 55 Sjá til hliðsjónar Davíð Þór Björgvinsson, bls. 162-164. 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.