Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 55
við það svið sem EES-samningurinn tekur til og stöðuna innan EB-réttar eins
og hún var fyrir gildistöku Maastrichtsamninganna 1. nóvember 1993.
3.2 Eðli og uppbygging EES-samningsins
Segja má að EES-samningurinn hafi tvíþætt eðli sem erfitt er að samrýma.
Annars vegar er hann þjóðréttarsamningur milli samningsaðilanna og sem
slíkur lýtur hann skráðum og óskráðum skilmálum þjóðaréttar. Lögð er áhersla
á það af hálfu EFTA-ríkjanna að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé ekki skertur.42
Hins vegar miðar hann að því að nálgast Rómarsáttmálann og EB-rétt á
ákveðnum sviðum eins og frekast er unnt með sameiginlegum reglum og
samræmdri beitingu þeirra.
EES-samningurinn hefur nokkur einkenni hefðbundinna þjóðréttarsamninga.
Sem dæmi má nefna að ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar skulu tekn-
ar með samkomulagi milli bandalagsins annars vegar og EFTA-ríkjanna, sem
mæla einum rómi, hins vegar, sbr. 2. mgr. 93. gr. samningsins. Þetta þýðir með
öðrum orðum að hvert EFTA-ríki hefur neitunarvald innan sameiginlegu EES-
nefndarinnar. Einnig má nefna reglur um öryggisráðstafanir í 112.-114. gr.
Samkvæmt þeim getur samningsaðili gripið til einhliða öryggisráðstafana sem
kunna svo að kalla á jöfnunarráðstafanir af hálfu annarra samningsaðila. Þá má
nefna það að löggjafarvald hefur ekki verið framselt til stofnana EES, sbr.
bókun 35.
Ef lögð er höfuð áhersla á nefnd atriði verður niðurstaðan líklega sú að EES-
samningurinn hafi einungis áhrif í samskiptum aðildarríkjanna að þjóðarétti.
Einstaklingar geti á hinn bóginn ekki byggt á samningnum eða þeim reglum
sem af honum leiða beinan rétt enda öðlist EES-reglur ekki lagagildi fyrr en
eftir lögfestingu í landsrétt eftir stjómskipulegum leiðum. Önnur atriði EES-
samningsins virðast á hinn bóginn benda til þess að markmið samningsaðila
hafi verið að ganga lengra í þá átt að veita einstaklingum réttindi en tíðkast með
hefðbundnum þjóðréttarsamningum. Verður nú að þeim vikið.
Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. EES-samningsins er markmið hans að stuðla að
stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við
sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda
einsleitt Evrópskt efnahagssvæði. í því skyni hafa samningsaðilar komið sér
saman um frjálsa vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjár-
magnsflutninga milli aðildarríkjanna auk þess sem kveðið er á um það að
komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að
lútandi verði virtar af öllum. Þá er ætlunin að koma á nánari samvinnu á öðrum
42 f greinargerð með frumvarpi til laga um Evrópska efnahagssvæðið, sem síðar varð að lögum
2/1993, segir að af íslands hálfu hafi það verið eitt meginsamningsmarkmiðið, sem fleiri EFTA-
ríkja, að samningurinn myndi ekki leiða til breytinga á stjómarskrá, að ekkert löggjafarvald yrði
fært til sameiginlegra stofnana og að engar breytingar yrðu nauðsynlegar á fyrirkomulagi
ákvarðanatöku innanlands. Sjá Alþt. 1992, A-deild, bls. 51. Hið sama kemur fram í greinargerð
með tillögu norska Stórþingsins nr. 100 (1991-92), bls. 316. (St.prp. nr. 100 (1991-92), s. 316.)
139