Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 46
Ákvæðið er þáttur í að tryggja grundvallarmarkmið EES-samningsins, eins- leitni. Segja má að í einsleitni felist að með sameiginlegum reglum á ákveðnum sviðum og samræmdri túlkun og beitingu þeirra sé reynt að jafna samkeppnis- aðstöðu fyrirtækja og einstaklinga á Evrópska efnahagssvæðinu. Þar sem Evrópudómstóllinn hefur tekið mikinn þátt í að móta efnisinntak einstakra ákvæða Rómarsáttmálans og réttarreglna EB-réttar yfirleitt þótti nauðsynlegt að búa svo um hnúta að túlka bæri ákvæði EES-samningsins í samræmi við skýr- ingar Evrópudómstólsins á efnislega sambærilegum ákvæðum EB-réttar. Þetta á þó aðeins við þá dóma sem máli skipta og kveðnir eru upp fyrir undirritunar- dag samningsins 2. maí 1992. Sem dæmi um áhrif reglunnar má nefna dóm Evrópudómstólsins á fyrsta dómstigi frá 22. janúar 1997.16 Þar var talið að 10. gr. EES-samningsins væri efnislega samhljóða 12. gr., 13. gr., 16. gr. og 17. gr. Rómarsáttmálans sem, eftir að aðlögunartímabilinu lauk, mæla fyrir um það að tollar á innflutning og útflutning svo og gjöld sem hafa samsvarandi áhrif séu bannaðir milli samn- ingsaðila. Með vísan til 6. gr. EES-samningsins yrði því að túlka 10. gr. samn- ingsins í samræmi við dóma Evrópudómstólsins og dómstólsins á fyrsta dómstigi sem máli skipta og upp voru kveðnir fyrir undirritunardag samnings- ins. Þá skal getið dóms EFTA-dómstólsins í Restamark-málinu17 en þar var m.a. komist að þeirri niðurstöðu að 11. gr. EES-samningsins, sem kveður á um bann við takmörkunum á innflutningi vara, sé efnislega samhljóða 30. gr. Rómarsáttmálans og verði því skýrð í samræmi við dómaframkvæmd um það ákvæði. Þau sjónarmið sem fram koma í málum eins og m.a. Dassonville1* og Cassis de Dijon19 eiga því við þegar 11. gr. EES-samningsins er túlkuð.20 Teljist dómur falla undir 6. gr. EES-samningsins er skylt að leggja hann til grundvallar við túlkun. Þó ekki endilega að öllu leyti því enda þótt ákveðnir hlutar af dómsniðurstöðu geti átt við er ekki víst að hið sama verði sagt um aðra þætti. Með öðrum orðum ber ekki að skilja ákvæðið sem svo að dómar Evrópu- 16 Dómur 22. janúar 1997 í máli T-115/94 Opel Austria GmbH gegn ráðinu [1997] ECR II 39. 17 Dómur EFTA-dómstólsins 16. desember 1994 í máli E-l/94 Ravintoloitsijain Liiton Kustannus Oy Restamark (Restamark-málið). Skýrsla EFTA-dómstólsins 1. janúar 1994 til 30. júní 1995, bls. 15 (hér eftir (1994-1995) REC). 18 Mál 4/74 Procureur du Roi gegn Benoit og Gustave Dassonville [1974] ECR 837. í dóminum er að finna víðtæka skilgreiningu á ráðstöfunum sem hafa samsvarandi áhrif og magntakmarkanir í skilningi 30. gr. Rómarsáttmálans. 19 Mál 120/78 Rewe-Zentral AG gegn Bundesmonopolverwaltung fiir Branntwein (Cassis de Dijon) [1979] ECR 3409. í dóminum er því slegið föstu að réttarreglur landsréttar geti fallið undir bann 30. gr. Rómarsáttmálans og þá skilgreiningu sem fram kom í Dassonville jafnvel þótt regl- urnar feli ekki í sér mismunun eftir þjóðemi. Það athugast þó að dómur í sameinuðum málum C- 267/91 og C-268/91 Keck og Mithouard [1993] ECR 1-6097 auk þeirrar dómaframkvæmdar sem fylgdi í kjölfarið, sbr. mál C-292/92 Hiinermund og fleiri [1993] ECR 1-6787 og mál C-412/93 Leclerc-Siplec gegn TFl Publicité og M6 Publicité [1995] ECR1-179, felur í sér ákveðið afturhvarf frá niðurstöðunni í Cassis de Dijon. 20 Sjá dóm EFTA-dómstólsins 27. júní 1997 í máli E-6/96 Tore Wilhelmsen AS gegn Oslo kommune (enn ekki birt í skýrslum dómstólsins). 130

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.