Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 21
skuldar er þó hugsanleg, t.d. fastar fjárhæðir eða hámarksfjárhæðir sem vísað er til í lögum, öðrum reglum eða samningum. Ekki er vafi á að við tilgreiningu fjárhæðar í slíkum tilvikum verður farið að sömu reglum um endurákvörðun. T.d. er talað um það í reglugerðardrögunum, 3. gr., að evróið komi í stað gjaldmiðla ríkja á reiknigenginu. 5. EYRÓ „Evróeining" er skilgreind sem heiti gjaldmiðilseiningar þeirrar sem nefnd er í 2. gr. reglugerðardraganna. Þar er ákveðið að peningaeiningin skuli vera eitt evró. „Evró“ er því heiti sameiginlegu myntarinnar. Heitið „evró“ (euro) á að vera samhljóða á öllum opinberum tungumálum Evrópusambandsins, þó með tilliti til ólíkra stafrófa, sbr. aðra forsendu reglugerðarinnar. Sama gildir um heitið „sent“ (cent), en þetta er þó ekki því til fyrirstöðu að hefðbundin afbrigði heitisins í tilteknum aðildarríkjum verði notuð, s.s. „sentím“ (centime). í þessu samhengi má nefna að Rómarsamningurinn notar heitið „ECU“ um sameiginlegu myntina. Það kemur hins vegar fram í annarri forsendu reglu- gerðardraganna að Evrópska ráðið ákvað samhljóða á fundi sínum í Madrid, í desember 1995, að ECU væri yfirheiti á evrópsku gjaldmiðilseiningunni (European currency unit), að þessi ákvörðun væri óumdeild meðal aðildarríkj- anna, að ákvörðunin væri endanleg túlkun á viðeigandi ákvæðum Rs. og að evrópski gjaldmiðillinn skuli heita „euro“.17 Nefna má að aðildarrtkin hafa ekki hirt um að breyta ákvæðum Rs. þar sem ECU er notað sem heiti á hinum sam- eiginlega gjaldmiðli. Það má telja kyndugt og e.t.v. óheppilegt, að hinn sam- eiginlegi gjaldmiðill, evró, kallast ECU í Rs„ sbr. t.d. í 109 gr. Rs. (111. gr. Rs.).18 Önnur grein reglugerðardraganna er ekki aðeins heimild fyrir heitinu, heldur ákveður greinin einnig að gjaldmiðlar í þátttökuríkjunum skuli frá 1. janúar 1999 vera evró og peningaeiningin eitt evró, sem deilist í 100 sent. Evróið er þannig ákveðið sem gjaldmiðill í hverju því ríki sem þátt tekur í samstarfinu og 17 Með þessari ákvörðun tók Evrópska ráðið afstöðu til nokkuð sérstæðs ágreinings sem staðið hefur um það hvort heitið „ECU“ væri stytting á „the European Currency Unit“ eða notkun á heiti franskrar miðaldamyntar „écu“. I opinberri franskri útgáfu Rs. er heitið ritað „Ecu“, en í öðrum opinberum útgáfum „ECU“. 18 í málinu T-207/97, Berthu gegn Rdðinu, sem rekið er fyrir fyrsta dómstigi Evrópudómstólsins er þess krafist að reglugerð ráðsins nr. 1103/94 verði lýst ógild. Meginrökin eru þau, að heiti hinnar sameiginlegu myntar í Rs. sé „Ecu“ (á frönsku) og að nafninu verði aðeins breytt með breytingu samningsins. Ráðið geti því ekki breytt nafninu í „evró“ með reglugerð. Málinu var ekki lokið í febrúar 1998, en líklegt er að því verði vísað frá dómi í samræmi við 4. mgr. 173. gr. Rs. (4. mgr. 230. gr. Rs.). Samkvæmt því ákvæði getur einstaklingur (eins og Georges Berthu) ekki höfðað mál til ógildingar á almennri ákvörðun (reglugerð) sem ekki er beint til hans, nema hún snerti hagsmuni hans beint og sérstaklega. Fyrra máli, máli T-175/96, Bertliu gegn Framkvœmdastjóminni, (ECR 1997 11-811), var vísað frá fyrsta dómstiginu þar sem talið var að ekki væri tilefni til að meta gildi tillögu Framkvæmdastjómarinnar (að reglugerð ráðsins nr. 1103/97). 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.