Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 50

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 50
aðildarríki brýtur gegn réttarreglum EB, einstaklingur verður fyrir tjóni og ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Telja má líklegt að reglan muni helst hafa áhrif á sameiginlegum efnissviðum Rómarsáttmálans og EES-samningsins enda er þar að finna helstu ákvæðin sem varða réttarstöðu einstaklinga. Er þá t.d. átt við réttarreglur á sviði frjálsra vöruflutninga, fólksflutninga, fjármagnsflutninga og frjálsrar þjónustustarfsemi. Það að Francovich-máhð falli undir 6. gr. EES- samningsins er samkvæmt þessu ekki hægt að útiloka með vísan til þess að það eigi einungis við efnissvið sem EES-samningurinn nær ekki til.30 Hins vegar er til þess að líta að samrunasjónarmið virðast að einhverju leyti hafa ráðið ferðinni þegar tilvist meginreglunnar um skaðabótaskyldu aðildar- ríkja var viðurkennd. I Francovich-málinu vísaði Evrópudómstóllinn til sjálf- stæðis EB-réttar og grundvallardóma eins og van Gend & Loos31 og Costa gegn Enel,32 sem innan EB-réttar mörkuðu stefnuna um bein réttaráhrif og forgangs- áhrif. Að auki lagði dómstóllinn áherslu á þá ríku skyldu sem hvílir á dóm- stólum aðildarríkjanna að vernda réttindi einstaklinga. Einhverjir kynnu að vera þeirrar skoðunar að dómurinn skipti ekki máli í skilningi 6. gr. EES-samnings- ins vegna þessa. Málið er þó ekki alveg svo einfalt. í fyrsta lagi má skilja vísun dómstólsins til nefndra dóma á þann veg að einkum sé verið að leggja áherslu á það að einstaklingar njóti réttinda að EB-rétti en eins og nánar er fjallað um hér á eftir getur þetta einnig átt við um einstaklinga á Evrópska efnahagssvæðinu. Meginreglan um skaðabótaskyldu aðildarríkja er hins vegar sjálfstæð og óháð reglunum um bein réttaráhrif og forgangsáhrif EB-réttar enda er það ekki skilyrði bótaábyrgðar að réttarregla sem brotið er gegn hafi bein réttaráhrif. I öðru lagi ber að líta til þess að EES-samningnum er ætlað að vera framsækinn í þeim skilningi að samningsaðilar EFTA-megin borðsins skuldbinda sig til að yfirtaka nýjar gerðir á viðkomandi sviðum jafnt sem breytingar á eldri gerðum. Má gera ráð fyrir því að samrunasjónarmið kunni að einhverju leyti að fylgja með í kaupunum þegar nýjar EB-reglur eru samþykktar í sameiginlegu EES- nefndinni. í þriðja lagi kunna sjónarmið um einsleitni að ráða einhverju um það hvaða dómar skipta máli í skilningi 6. gr. og þá þannig að dómar uppfylli skilyrðið fremur en ekki. Að lokum er það afar mikilvægt að meginreglan um skaðabótaskyldu aðildarríkja hefur ekki í sér fólgið framsal á fullveldisrétti á sama hátt og reyndin er með meginreglumar um bein réttaráhrif og forgangs- 30 Þessu til stuðnings má benda á að í þeim málum sem reynt hefur á skaðabótaábyrgð aðildamkja EB hafa brot hlutaðeigandi ríkja ávallt verið gegn reglum sem heyra undir efnissvið EES-samn- ingsins. Sjá auk Francovich-málsins sameinuð mál C-46/93 og C-48/93 Brasserie du Pécheur gegn Þýskaiandi og The Queen gegn Secretary ofState for Transport, ex parte Factortame Ltd. [1996] ECR 1-1029, mál C-392/93 The Queen gegn H.M. Treasury, ex parte British Telecommunications plc. [1996] ECR1-1631, mál C-5/94 The Queen gegn Ministry of Agriculture, Fisheries and Food, ex parte Hedley Lomas (Ireland) Ltd. [1996] ECR 1-2553 og sameinuð mál C-178/94, C-179/94, C-188/94, C-189/94 og C-190/94 Erich Dillenkofer ogfleiri gegn Þýskalandi [1996] ECR1-4845. 31 Mál 26/62 van Gend & Loos gegn Nederlandse Administratie der Belastingen [1963] ECR 1. 32 Mál 6/64 Costa gegn Enel [1964] ECR 585. 134
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.