Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 70

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 70
fjárveiting til bókakaupa í lagadeild árið 1997 var kr. 793.000 eða um kr. 1.770 fyrir hvem skráðan nemanda í deildinni. Er þetta langlægsta fjárveiting til deildar í háskólanum á hvern nemanda til bókakaupa, t.d innan við 10% af fjárveitingum til tannlæknadeildar og raunvísindadeildar og liðlega 20% af fjár- veitingum til bókakaupa í læknadeild. Vegna of lítilla fjárveitinga mörg undanfarin ár er nú svo komið að bókasafn lagadeildar stendur ekki undir nafni sem handbókasafn, hvað þá meira. Stöðu safnsins þarf því að bæta, annars vegar með einni fjárveitingu til þess að bæta upp hluta af þeim bókakosti sem ekki hefur verið hægt að kaupa undangengin ár og framvegis með fjárveitingum, sem nema a.m.k. fjórfaldri þeirri upphæð, sem nú er veitt til safnsins. Ef staða safnsins væri bætt þannig, væri hægt að skilgreina bókakaupastefnu þess svo: - að keyptar væru norrænar lögfræðibækur og öll helstu lögfræðitímarit, - að keyptar væm helstu bækur um Evrópurétt, sem gefnar eru út á norður- landamálum og ensku - að keyptar væru helstu bækur á sömu málum um alþjóðleg réttarsvið, svo sem sjórétt, flutningarétt, flugrétt, hafrétt, þjóðarétt, auðlindarétt, umhverf- isrétt, o.fl. Því er þetta rakið hér í svo löngu máli, að lagadeild biðlar ekki aðeins til Hollvinafélags lagadeildar um aðstoð heldur og til yfirstjórnar háskólans, sem hefur viðurkennt þennan sérstaka vanda deildarinnar, svo sem fram kemur í bréfi núverandi rektors, þar sem m.a. segir: „Vandi lagadeildar er hins vegar svo mikill - ekki aðeins vegna of lítilla fjárveitinga til kennslu, heldur einnig vegna skorts á rannsóknaraðstöðu, m.a. bókakaupum - að ég tel að Háskólinn eigi að gera sérstaka fjáröflunarherferð eingöngu í þágu þeirrar deildar“. 2.5 Endurmenntunarmál Á deildarfundi 27. júní var samþykkt með heimild í 2. mgr. 31. gr. reglu- gerðar fyrir Háskóla íslands nr. 98/1993 að standa fyrir endurmenntun kandí- data með þeim hætti að heimila takmörkuðum fjölda þeirra að taka þátt í námi í kjörgreinum, sem kenndar eru í lagadeild. Endurmenntunin fer fram í samráði við Lagastofnun Háskóla íslands og í samvinnu við félög starfandi lögfræðinga. Samningur milli Lagastofnunar f.h. lagadeildar Háskóla íslands, annars vegar og Lögmannafélags íslands, Lögfræðingafélags íslands og Dómarafélags ís- lands hins vegar var undirritaður þann 5. desember 1997. 2.6 Nýjar kennslugreinar Á deildarfundi 19. desember 1997 var samþykkt að kjörgreinarnar kvenna- réttur og ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar yrðu opnar stúdentum í 154

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.