Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 7
7.7 Nágrannalönd 7.8 Alyktanir - niðurstöður 7.9 Miskatafla örorkunefndar 8. MAT ÖRORKUNEFNDAR Á MISKA 9. MAT ÖRORKUNEFNDAR Á VARANLEGRI ÖRORKU 10. FRAMKVÆMD 10. GR. OG AFLEIÐINGAR HENNAR 11. ALMENNT UM LÖGIN OG FRAMKVÆMD ÞEIRRA 11.1 Inngangur 11.2 Nauðsynlegar úrbætur á skaðabótalögum 11.3 Endurupptaka eldri mála 11.4 Skaðabótalög og ákvæði stjórnarskrár 12. LOKAORÐ 1. INNGANGUR Umfjöllun þessi um skaðabótalög nr. 50/1993 skiptist í þrjá þætti. í hinum fyrsta (kaflar 1-6) er fjallað um aðdragandann að setningu laganna, frumvörpin tvö sem lögð voru fram, hvort á sínu löggjafarþingi, umsagnir um þau og með- ferð þeirra á Alþingi. I öðrum þætti (kaflar 7-10) er fjallað um skipan og hlutverk örorkunefndar sem starfar samkvæmt 10. gr. laganna og þess freistað að leggja mat á störf nefndarinnar. I þriðja þætti (kafli 11) er svo fjallað um hvernig til hefur tekist með fram- kvæmd laganna hvort rétt sé að gera einhverjar breytingar á skaðabótalögum og þá hverjar. 2. RÉTTARÁSTAND FYRIR 1. JÚLÍ 1993 Eldri réttarreglur um ákvörðun skaðabóta fyrir líkamstjón á íslandi mótuðust af dómvenju á nokkrum áratugum og hafa reyndar enn verið í mótun eftir að skaðabótalög voru sett. Dæmi um það eru H 1995 937, Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf. gegn Björgvin Richter og H 1997 683, Guðrún Eiríksdóttir gegn ís- lenska ríkinu. Við ákvörðun skaðabóta var mat sérfróðs læknis á varanlegri örorku hins slasaða lagt til grundvallar og reynt að áætla framtíðartekjutap hans sem ein- staklings. Markmiðið var, eins og ávallt í skaðabótarétti, að bæta fjártjón hins slasaða. Almenn sátt ríkti um þetta bótakerfi og dómsmál voru fátíð nema þegar deilt var um bótagrundvöll eða sakarskiptingu. Dómsmál þurfti og til þegar reynt var að bregðast við aðstæðum sem höfðu áhrif á fjárhæð bótanna svo sem vaxta- breytingum eða auknum kröfum um jafnrétti karla og kvenna. Einn af kostum þessa kerfis var sveigjanleikinn og Hæstiréttur hikaði ekki við að breyta fyrri 175

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.