Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 10
fessor, hafi samið frumvarpið og Bjarni Þórðarson tryggingastærðfræðingur gert „ýmsar tölulegar athuganir og útreikninga sem stuðst var við þegar frum- varpið var samið“. Frumvarpinu fylgdi umsögn aðeins eins aðila, fjárlagaskrifstofu fjármála- ráðuneytis, sem kvað frumvarpið ekki hafa bein áhrif á fjárhag ríkissjóðs og yrði það að lögum mætti reikna með því að vátryggingaiðgjöld lækkuðu. Það vakti nokkra athygli að ekki skyldi leitað álits fleiri aðila fyrir og við gerð frumvarpsins sérstaklega í ljósi þess að einn maður samdi það. Höfund- urinn hafði um langt árabil unnið í hlutastarfi hjá Islenskri endurtryggingu og eini aðstoðarmaður hans við þessa vinnu var framkvæmdastjóri Islenskrar end- urtryggingar og stjómarmaður í Sambandi íslenskra tryggingafélaga. 5.2 Frumvarpið sjálft Frumvarpið reyndist vera nær orðrétt þýðing á dönsku skaðabótalögunum. Ekkert var byggt á skaðabótalögum annarra norrænna ríkja þrátt fyrir yfirlýs- ingar talsmanna Sambands íslenskra tryggingafélaga þess efnis að markmið lagasetningar væri að samræma íslenska löggjöf þeirri á öðrum Norðurlöndum, sbr. t.d. Benedikt Sveinsson í fyrmefndri grein. Á bls. 8 í athugasemdum með lögunum er þetta skýrt svo: Niðurstaða athugana á norrænu skaðabótalögunum varð sú, að hin nýjustu þeirra hentuðu best, bæði að efni og formi, til þess að ná þeim markmiðum, sem hér er nauðsynlegt talið að stefna að. Fyrirmynd þessa frumvarps er því dönsku skaðabóta- lögin frá 1984. Ekkert frekar er svo fjallað um hvers vegna efni og form dönsku laganna henti betur til að ná þessum nauðsynlegu markmiðum en lög annarra Norður- landa. Neðar á sömu síðu segir svo: Ef frumvarpið verður að lögum, verða íslenskar reglur á því sviði skaðabótaréttar, sem hér um ræðir, í stórum dráttum í samræmi við danskar, finnskar, norskar og sænskar reglur, en þær eru ávöxtur nokkurra áratuga starfs margra sérfræðinga. Þessi síðari fullyrðing virðist í beinni mótsögn við hina fyrri og þá ákvörðun höfundar að byggja íslensku lögin algerlega á hinum dönsku. Skaðabótalög Norðurlandanna eru nefnilega ólík um margt. 5.3 Norræn löggjöf uni skaðabætur Norsku skaðabótalögin, nr. 26/1969, síðast breytt 1997, eru um flest gjörólík hinum dönsku og eiga það helst sameiginlegt að nota sömu hugtök, þ.e. bætur fyrir miska og varanlega örorku. Norsku lögin nota t.d. ekki fastákvarðaðan margföldunarstuðul heldur er tjón hvers og eins, 16 ára og eldri, reiknað út. 178
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.