Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 11
Aðeins bætur til barna eru staðlaðar. Lögin hafa það að markmiði að bæta
vinnutekjutap að fullu. Þau bæta einnig framtíðarútgjöld hins slasaða vegna af-
leiðinga lrkamstjóns. Meginreglan er eingreiðsla en hægt er að víkja frá henni
og greiða bæturnar sem lífeyri á tilteknu árabili.
Reglur sænsku skaðabótalaganna eru mjög líkar hinum norsku. Á þeim er þó
sá grundvallarmunur að skaðabætur í Svíþjóð eru greiddar sem árlegur lífeyrir.
Þar í landi er því hvorki þörf fyrir margföldunarstuðul eins og í Danmörku eða
útreikning á eingreiðslu eins og í Noregi. Skaðabætumar eru mismunur árs-
launa fyrir slysið og hverra árslauna eftir slysið og greiddar út árlega.
Finnsku lagareglumar eru mjög líkar hinum sænsku.
5.4 Fjárhæð skaðabóta á Norðurlöndum
Löggjöfina rná líka bera saman á þann hátt að athuga hverjar bótagreiðsl-
urnar em í löndunum fyrir sams konar örorku. Á bls. 54-59 í frumvarpinu er
þetta gert, þó er Noregi og Finnlandi sleppt. Samanburðurinn er að auki mjög
ófullkominn og á köflum villandi. Til dæmis má nefna að mánaðarlaun eru jafn-
há í öllum dæmunum, þrátt fyrir þá staðreynd að laun í Svíþjóð og Danmörku
eru almennt 50-60% hærri en á Islandi.
Þá er erfitt að bera saman bótagreiðslur fyrir varanlega örorku í Svíþjóð og
hinum löndunum tveimur því að í Svíþjóð er greiddur árlegur lífeyrir en ekki
eingreiðsla.
Ekki er heldur í þessum samanburði gerð nein grein fyrir áhrifum skatta á
fjárhæð skaðabóta, ekkert fjallað um bætur almannatrygginga, lífeyrissjóða og
eftirlaun í löndunum þremur. Heldur ekki vexti og verðbólgu en allt þetta skiptir
miklu máli þegar fjallað er um fjárhæð skaðabóta fyrir framtíðartekjutap.
Þá er íslenskur vinnumarkaður um margt ólíkur dönskum, fleiri launþegar
hér ófaglærðir, fólk byrjar launavinnu fyrr en þar og mun meiri hreyfing er á
fólki milli starfa.
I samanburði á skaðabótum í 20 EB- og EFTA-ríkjum hefur hins vegar kom-
ið fram að skaðabætur fyrir líkamstjón í Danmörku eru með því lægsta sem
þekkist í Evrópu þrátt fyrir að almenn laun í Danmörku séu með þeim hæstu.1
5.5 Umsagnir um frumvarpið
Frumvarpið var sent nokkrum aðilum til umsagnar og bárust allmargar slíkar.
Helst voru gerðar athugasemdir við margföldunarstuðul 6. gr. en hann var 6
og það ákvæði 3. mgr. 5. gr. að greiða ekki bætur fyrir varanlega örorku ef hún
næði ekki 15%. Leiddu þessar athugasemdir m.a. til þess að frumvarpið varð
ekki útrætt á þinginu.
1 Sjá Gestur Jónsson og Gunnlaugur Claessen: „Endurskoðun skaðabótalaga". Tímarit lögfræð-
inga, 4. hefti 1997, bls. 257.
179