Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 12

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 12
6. SÍÐARA FRUMVARPIÐ Frumvarpið var að nýju lagt fram á 116. löggjafarþingi árið 1992 og höfðu þá verið gerðar á því nokkrar breytingar. Þær helstu eru sem greinir í köflum 6.1-6.3. 6.1 Varanleg örorka undir 15% 2. málsliður 3. mgr. 5. greinar frumvarpsins var felldur niður en samkvæmt því ákvæði átti ekki að greiða örorkubætur ef varanleg skerðing á getu hins slasaða til að afla vinnutekna væri metin lægri en 15%. Var þetta eitt af því sem gagnrýnt hafði verið í fyrra frumvarpinu, engin rök væru fyrir því að t.d. 12% skerðing á getu til að afla vinnutekna væri ekki bætt. Það er mjög athyglisvert að bera saman umfjöllun um þetta lágmark 5. greinar í fyrra og síðara lagafrumvarpinu. í fyrra frumvarpinu segir svo á bls. 31 í greinargerð: Samkvæmt 1. málsl. 3. mgr. reiknast örorka í hundraðshlutum (örorkustigum). Það nýmæli er í 2. málsl. 3. mgr. að bætur greiðast ekki ef örorka er minni en 15%. Ef tjónþoli heldur, þrátt fyrir slys eða annað tjónsatvik, a.m.k. 85% getu sinnar til að afla vinnutekna á hann samkvæmt þessu ekki kröfu til örorkubóta. Með ákvæði þessu er ætlað að koma í veg fyrir að örorkunefnd, sbr. 10. gr., þurfi að fjalla um tjón sem erfitt er að færa sönnur á og sem yfirleitt er smávægilegt. Tjónþoli, sem fær engar ör- orkubætur vegna umrædds ákvæðis um 15% lágmark, getur hins vegar átt rétt á bót- um fyrir varanlegt mein skv. 4. gr. I seinna frumvarpinu er umfjöllunin þessi, bls. 32-33 í greinargerð: Hér er fellt niður ákvæði sem var í 2. málsl. 3. mgr. 5. gr. fyrri gerðar frumvarpsins þess efnis að örorkubætur skyldi ekki greiða væri varanleg skerðing á getu tjónþola til að afla vinnutekna minni en 15%. Akvæðið var tekið óbreytt úr dönsku lögunum sem eru fyrirmynd frumvarpsins. I greinargerð með þeim segir að tilgangur ákvæðisins sé eingöngu sá að koma í veg fyrir að fjalla þurfi um tilvik sem yfirleitt eru smávægileg og þar sem erfitt er að færa sönnur á að tjón hafi orðið. I dönskum lögskýringargögnum kemur fram að reynslan sýnir að varanlegur tekjumissir af völdum örorku er sjaldnast minni en 15-20% ef fjártjón hefur orðið á annað borð. Auk þess kemur fram að með 15% lágmarkinu er ekki stefnt að því að girða fyrir bótarétt tjónþola þótt fyrir liggi að varanlegur tekjumissir sé minni en 15%. í samræmi við þetta er samsvarandi regla í dönsku skaðabótalögunum skilin og fram- kvæmd þannig að ef leitt er í ljós að tjónþoli hefur í raun beðið varanlegt tekjutjón er örorka hans metin a.m.k. 15% þótt tekjutjónið nái ekki 15%. Hér hefur orðið gerbreyting á lögskýringu milli frumvarpa. í fyrra frumvarpinu segir að engar bætur greiðist ef hinn slasaði tapar ekki 15% af getu sinni til að afla vinnutekna og hnykkt er á þessu með því að segja, að haldi hann 85% af þessari getu eigi hann ekki rétt til örorkubóta. I seinna frumvarpinu er sagt að svona hafi ekki átt að skilja lagagreinina og 180

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.