Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 19

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 19
frumvarpinu en hinu fyrra, kveðið er á um skipan varamanna, hæfi nefnd- armanna og heimild þeirra til að kveðja lækna og aðra sérfræðinga til starfa fyrir nefndina. Oljóst er samkvæmt íslenska frumvarpinu hvort örorkunefnd er ætlað að vera nokkurs konar málskots- eða úrskurðaraðili líkt og Arbejdsskadestyrelsen. Til þess bendir orðalagið í athugasemdum með 4. grein „bera ágreiningsefni undir örorkunefnd“ og við 10. grein „mjög mörgum málum verði skotið til ör- orkunefndar“. Texti lagagreinarinnar „óskað álits um ákvörðun" bendir einnig til þess að fyrir liggi ákvörðun sem bera megi undir nefndina. I gagnstæða átt benda athugasemdir við 10. grein „einn aðili“ annist mat á varanlegri örorku og „örorkunefnd verði falið að meta örorku“. Við túlkun þessa kann að skipta máli fyrrnefnt orð „sp0rgsmál“ sem ekki er í íslenska textanum. Þetta skiptir þó litlu máli fram að þessu því að íslensku vátryggingafélögin hafa sammælst um að vísa öllum skaðabótamálum þar sem reynir á mat á varanlegum miska og ör- orku til örorkunefndar. 7.2 Töflur um miskastig. 3. mgr. 10. gr. í 3. mgr. 10. grein skaðabótalaga segir: „Örorkunefnd skal semja töflur um miskastig“. I athugasemdum við greinina er ekkert fjallað nánar um þessa ákvörðun og hún því hvorki útskýrð né rökstudd þar. I athugasemdum við 4. grein laganna er hins vegar um þetta fjallað, sjá bls. 29-30 í frumvarpinu en þar segir: Akvörðun bótafjárhæðar fer fram á grundvelli miskastigs. Örorkunefnd, sbr. 10. gr., skal semja töflur þar sem algengustu tegundir varanlegs miska eru látnar jafngilda tilteknum hundraðshlutum hliðstætt því sem gerist í örorkutöflum sem nú eru notaðar við örorkumat í skaðabótamáíum og slysatryggingum. Við gerð tafln- anna skal lagt til grundvallar að tiltekinn varanlegur miski bitni jafnþungt á hverjum þeim sem fyrir honum verður þannig að sami áverki eða sams konar líkamsspjöll leiði að jafnaði til sama miskastigs. Töflurnar eiga því að sýna „læknisfræðilega“ orkuskerðingu eða miska en ekki skerðingu á getu til að afla tekna. (auðk. greinar- höf.) Af þessum orðum og umfjöllun um miskahugtakið í lögunum og frum- varpinu má ráða, að hugtakið miski er hið sama og áður hafði verið nefnt var- anleg örorka, stundum kallað læknisfræðileg örorka, eins og gert er í frum- varpinu. Um áratuga skeið hafa verið til töflur um örorkustig, t.d. norrænar töflur, töflur sem hafa „orðið til með samvinnu læknisfræðilegra sérfræðinga á sviði örorkumats“ eins og segir á bls. 2 í fyrrnefndri álitsgerð Læknafélags íslands frá 19. apríl 1993. Það eru sömu töflumar og nefndar eru í frumvarpinu til þess ætlaðar að meta hið sama og töflur um miskastig samkvæmt skaðabótalögunum. Nú vaknar óhjákvæmilega spurning, reyndar fleiri en ein. 187
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.