Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 23
í umsögn Sambands íslenskra tryggingafélaga til allsherjarnefndar Alþingis, dags. 24.3.1993, bls. 3, kemur þessi skoðun enn fram: Hér á landi er hins vegar læknisfræðilegt mat lagt til grundvallar við mat á fjártjóni. Verður að segjast eins og er, að nokkrir læknar hafa verið afar ósínkir að gefa út slík möt. Hefur þá iðulega lítt verið hirt um að kanna raunverulegar afleiðingar áverkans, t.d. hvort viðhlítandi læknisfræðileg meðferð í hæfilegan tíma eftir slys geti dregið úr afleiðingum tjónsatburðarins, og jafnvel hvort varanlegar afleiðingar verði yfir- leitt nokkrar. Og síðar á sömu síðu segir: Hjá S.I.T. var því fyrir nokkru tekið saman yfirlit um sjónarmið íslenskra lækna, sem að undanförnu hafa birst í fræðiritum og víðar varðandi þessi mál. Sýnir sú saman- tekt glögglega að frá sjónarhóli sérfróðra og óvilhallra lækna, sem ekki eiga fjárhags- legra hagsmuna að gæta, er ríkjandi ástand með öllu óþolandi. Samantektin fylgir svo umsögn S.Í.T. og hafði reyndar áður borist allsherjar- nefnd með bréfi dags. 16.2.1993. Uppistaðan í samantektinni er grein Gísla Einarssonar læknis „Nokkur sjón- armið læknis varðandi læknisfræðilegt örorkumat“ sem Tryggingaskólinn, starfræktur af S.Í.T., gaf út árið 1992. Greinin var lögð fram sem dómskjal í nokkrum málum, „verklagsmálum“. Annar af þeim sérfróðu og óvilhöllu læknum sem þarna er vitnað tvívegis í til stuðnings fyrrnefndum sjónarmiðum S.Í.T. er Brynjólfur Mogensen. S.Í.T. gat auðvitað ekki um skoðanir annarra virtra íslenskra lækna sem hafa aðrar skoðanir á þessum áverkum og afleiðing- um þeirra. Dæmi um það eru tvær greinar í Félagsmiðli íslenskra sjúkraþjálfara, 2. tbl. 1993. Önnur er eftir Halldór Jónsson jr., dr. med. „Whiplash“ áverki! Hugarburður eða raunveruleiki? og hin eftir Torfa Magnússon lækni, Um lang- vinnar afleiðingar hálshnykks. Raunverulegur áverki eða óvænt happ? Bæði Torfi og Halldór eru þeirrar skoðunar að afleiðingar hálshnykks séu oft mjög alvarlegar, og mjög erfitt sé að greina þá hlutlægt. Þeir styðja niðurstöður sínar rökum og vitna í erlend sérfræðirit og rannsóknir máli sínu til stuðnings, m.a. mjög athyglisverða sænska rannsókn. Halldór Jónsson lýsir henni svo á bls. 13: Eftirfarandi myndir eru frá rannsóknarverkefni sem gert var við Akademiska sjúkrahúsið í Uppsölum í Svíþjóð af greinarhöfundi í samvinnu við Dr. Gunillu Bring hjá Réttarlæknisstofnuninni í Umeá. Um er að ræða einstaklinga sem létust nánast samstundis af völdum höfuðáverka eftir bílslys. Við krufninguna voru hálshryggirnir frystir sem þurrís í líkunum áður en þeir vom teknir út, þannig að ekki varð frekari röskun á vefjunum.... í Uppsölum var síðan framkvæmd frystiheflun á þeim. Eftir hvem millimetra sem var heflaður burt var tekin mynd af yfirborði hálshryggjarins. Héma eru mjög ein- 191
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.