Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 26
7.7 Nágrannalönd
Að lækna greini á um hvemig meta skuli miska er ekki einskorðað við Island
og svo getur læknana líka greint á um hvernig meta skuli varanlega örorku.
Mismunandi skoðanir og „skólar“ em í flestum löndum og deilur hafa staðið
um J)etta milli lækna bæði í Noregi og Danmörku.
Á bls. 107 í fyrrnefndri úttekt á skaðabótum fyrir líkamstjón í Noregi, NOU
1994:20, segir nefnd prófessors Peter Lpdrup:
Utvalget er kjent med at det i praksis kan være uenighet blant enkelte leger nár det
gjelder vurderingen av ársakssammenheng og/eller fastsettelsen av medisinsk
invaliditet og ervervsmessig ufprhet. Dette medfprer at det lett oppstár konflikt
mellom skadelidte og skadevolder, i praksis et forsikringsselskap, om valg av lege
som skal vurdere disse spprsmál.
Nefndin ræðir svo hvaða áhrif þetta hefur, hvor aðili leiti álits sérfróðs
læknis, deilur standi um val meðdómsmanna o.s.frv. og nefnir að mismunandi
skoðanir læknanna séu mest áberandi varðandi hálshnykksáverka.
Sömu deilur haf verið í Danmörku og er skemmst að minnast blaðaskrifa í
Politiken haustið 1997 sem leiddu m.a. til fyrirspurna og umræðna á danska
þinginu. Kveikjan að umræðunni var gagnrýni dansks landsréttardómara,
Holger Kallehauge, þess efnis að dönsku vátryggingafélögin veldu þá lækna til
að meta örorku fólks sem álitu ákveðin slys og áverka ekki alvarlegs eðlis. Tæki
örorkumat þeirra mið af þessum skoðunum og væri þar af leiðandi lægra en
annarra lækna.
7.8 Alyktanir - niðurstöður
Með umfjölluninni hér að framan er ekki verið að gera upp á milli þeirra
skoðana sem einstakir læknar hafa og ekki heldur að gagnrýna skoðanir „S.Í.T.
læknanna“ á tilteknum áverkum. Þeir eru frjálsir að skoðunum sínum ná-
kvæmlega á sama hátt og aðrir íslendingar, þ.m.t. höfundur. Þeim er líka frjálst
að halda því fram að hálshnykksáverkum hafi fjölgað óeðlilega mikið á Islandi,
tala um faraldur í því efni, telja aðra höfuðorsök fjölgunarinnar rýmri bótarétt
slasaðra sem og „að hlutfallslega rífleg greiðsla vegna slíkra áverka“ hér á ís-
landi miðað við hin Norðurlöndin valdi því að þeir (áverkanir) „skili sér betur“.
Ályktanir þessar eru reyndar ekki mjög vísindalegar eða vel rökstuddar
sérstaklega ekki þegar í ljós kemur að hálshnykksáverkum á íslandi fjölgar ekki
hlutfallslega meira en í nágrannalöndum okkar. Dæmi um það er að finna í NOU
1994:20 á bls. 82-83 þar sem nefnd er sú staðreynd að hálshnykksáverkum
hefur fjölgað mjög mikið í Noregi til ársins 1993 frá því að vera nær óþekktir
um 1980. En norska nefndin reynir að finna ástæðu þessa og tekst það líklega.
Þótt umferðarslysum hafi aðeins fjölgað lítillega á tímabilinu hefur aftan-
ákeyrslum fjölgað mjög mikið og þær eru ein helsta orsök hálshnykks eins og
kunnugt er.
194