Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 30
Mest áberandi dæmin eru áverkar á hryggsúlu án brots. Þar nær tafla ör- orkunefndar hæst í 14% miska þegar danska taflan nær upp í 25%. Og af hverju er hámark íslensku töflunnar 14% Getur verið að 2. mgr. 8. gr. skaðabótalaga, eins og hún var fram til 1. júní 1995, upplýsi það. Hún hljóðar svo: „Þegar miskastig er minna en 15% greiðast engar örorkubætur“. En auðvitað getur ver- ið að nefndin sé svona nákvæm í störfum sínum og svo getur þetta náttúrlega verið prentvilla eða enn ein tilviljunin. Þá er mjög áberandi að afleiðingar minni háttar hryggbrots sem eymsli fylgja og óveruleg hreyfiskerðing og eymsli í hálshrygg má meta lægra en 5% varanlegan miska samkvæmt töflunni. Það þýðir að hinn slasaði fær engar miskabætur greiddar samkvæmt lögunum! Þá heimilar danska taflan að bætt sé við 5% vegna notkunar hálskraga eða bakbeltis og 2-10% vegna mjög mikilla verkja. Slíkt er ekki að finna í töflu ör- orkunefndar, enda eru verkir „huglæg einkenni“ svo sem fyrr er lýst. Hvað sýnir þessi samanburður? Hann sýnir okkur að skoðun lækna örorku- nefndar hefur ekkert breyst. Þeirra mat á þessum tegundum áverka er allt annað en þeirra sérfræðinga sem gerðu dönsku töflurnar og annarra íslenskra lækna sem meta miska. Þeir hafa lækkað mat á tilteknum áverkum frá dönsku töfl- unni. Samanburðurinn sýnir hvað það er nauðsynlegt að í örorkunefnd séu skip- aðir menn með ólrkar skoðanir. 8. MAT ÖRORKUNEFNDAR Á MISKA Hvernig skyldu svo möt örorkunefndar samkvæmt þessari töflu vera? Taflan kann að vera með þessari skekkju sem fyrr er lýst en mötin sjálf geta verið í samræmi við niðurstöður annarra lækna og aðrar töflur. Nefndin hefur gefið út samantekt um niðurstöður úr álitsgerðum fyrir árið 1995 og 1996. Samkvæmt þeim hefur nefndin metið miskastig 359 einstakl- inga. Af þeim metur nefndin miska 291 einstaklings lægri en 15%. Það er 81% af heildinni. Varanlegur miski 187 einstaklinga eða 52% heildarinnar er undir 10%. Með miska 15% eða hærri eru því aðeins 19% heildarinnar. Til saman- burðar er notuð „flokkun slasaðra ökumanna samkvæmt metinni varanlegri ör- orku“ árin 1988, 1989 og 1990. Flokkun þessa gerði Samband íslenskra tryggingafélaga í mars 1992 og sendi dómsmálaráðuneyti með bréfi. Þrátt fyrir beiðni höfundar hafa hvorki fengist upplýsingar frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga um flokkun slasaðra fyrir 1988 eða eftir 1990. Þær upplýsingar eru ekki til segir sambandið. Samkvæmt fyrmefndri samantekt S.Í.T. eru samtals metnir 713 einstaklingar. Af þeim er varanleg örorka 352 einstaklinga metin 15% eða lægri. Það eru 49% heildarinnar á móti 81% hjá örorkunefnd og 73, eða 10%, eru með lægri örorku en 10%, á móti 52% hjá örorkunefnd. 51% heildarinnar er því metið með 15% örorku eða hærri á móti 19% hjá örorkunefnd. Hér er verið að meta nákvæmlega það sama, títtnefnda „læknisfræðilega ör- orku“. Þessi samanburður sýnir ótvírætt að munur á niðurstöðum lækna ör- orkunefndar og annarra lækna sem meta miska er mjög mikill, svo mikill að 198
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.