Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 34

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 34
Allt frá því að lögin voru sett hafa þau verið gagnrýnd opinberlega og þrjár nefndir hafa verið skipaðar til þess að yfirfara lögin með það í huga hvort breytinga væri þörf. Þessari vinnu er lýst í tveimur greinum þeirra Gests Jóns- sonar hæstaréttarlögmanns og Gunnlaugs Claessen hæstaréttardómara í 3. og 4. hefti Tímarits Lögfræðinga 1997. Þeir sátu báðir í þeim tveim nefndum sem skilað hafa áliti og lagt til breytingar á lögunum, í fyrra skiptið 1. júlí 1994 og hið síðara 10. nóvember og þá fylgdi frumvarp álitsgerðinni. Frumvarpið fékkst ekki samþykkt á Alþingi einkum vegna harðrar andstöðu vátryggingafélaganna og samtaka þeirra en lögin voru lagfærð frá og með 1. júlí 1996 með 1. nr. 42/1996. Enn var skipuð nefnd til sama verks og hóf hún störf fullskipuð í nóvember 1996. Nefndin hefur ekki lokið störfum ennþá, aðallega vegna þess að Samband íslenskra tryggingafélaga hefur ekki veitt nefndinni umbeðnar upplýsingar og Vátryggingaeftirlitið ekki treyst sér til þess að veita þær eins og fram kom í fjölmiðlum í byrjun desember 1997. Slíkt kemur þeim ekki á óvart sem fylgst hafa með þessu sorglega máli frá byrjun. Frá S.I.T. hafa aldrei komið neinar upplýsingar, eingöngu yfirlýsingar. 11.2 Nauðsynlegar úrbætur á skaðabótalögum Um úrbætur á lögunum má í stórum dráttum vísa til fyrrnefnds frumvarps þeirra Gests Jónssonar og Gunnlaugs Claessen. Er óhætt að fullyrða að þá fyrst hafi verið unnin sú grunnvinna og athuganir sem gera átti í upphafi. Þar er tekið á því sem þörf er á að breyta í núgildandi skaðabótalögum og annað gert skýrara svo sem að setja lækkun miskabóta vegna aldurs skv. 4. gr. upp í töfluform og inn í lagatextann sjálfan og fella lækkun skv. 9. gr. inn í margföldunarstuðul 6. greinar. Því til viðbótar má nefna hvort ekki væri rétt að taka inn í lagatextann það lögskýringarsjónarmið sem fram kemur í umfjöllun um 5. grein laganna, bls. 32-33 í síðara frumvarpinu og fyrr er lýst. Þessi skýring er byggð á dönskum lögskýringargögnum og skilin og framkvæmd þannig, að sé leitt í ljós að tjónþoli hefur í raun beðið eitthvert varanlegt tekjutjón er örorka hans metin a.m.k. 15% þótt tekjutjón nái ekki 15% eins og segir í athugasemdum með frumvarpi til skaðabótalaga. Væntanlega er þama átt við að tekjutjón hafi ekki enn orðið. Þessi breyting myndi auðvelda störf örorkunefndar mjög mikið og forða nefndinni frá því að þurfa að horfa allt of mikið á tekjur slasaða strax eftir slys heldur virti hún heildartekjumöguleika hins slasaða það sem eftir er starfs- ævi. Ástæðan fyrir þessari túlkunarreglu Dananna er eflaust sú alkunna stað- reynd að afleiðingar líkamstjóns koma fram í auknum mæli þegar aldur færist yfir og líkamleg færni minnkar vegna aldurs. Þá þarf við ákvörðun margfeldisstuðuls að taka tillit til skattlagningar vaxta- tekna, eins og höfundar nefna réttilega sem og eignarskatts en höfuðstóllinn eða stærstur hluti hans verður eignarskattsskyldur hjá hinum slasaða. Þá fer tekju- skattur lækkandi en það leiðir til hækkunar margfeldisstuðuls. Eins og fram hefur komið hér að framan er höfundur ekki alls kostar sáttur 202
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.