Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 40

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 40
ákvörðun á vegum stjórnvalda, megi reikna með, að kostnaður við fram- kvæmd verði mun lægri, heldur en ef sú leið væri farin að leggja ákvörðun á dómstóla í hverju einstöku falli, án þess þó að sú niðurstaða sé neitt rök- studd. Eins sé mikilvægt, ef vel eigi að takast til, að hafa góða stjóm á þessari tilraun, svo að unnt verði að byggja upp, þróa og laga samfélagsþjónustu að aðstæðum hér á landi. Þá er þess jafnframt getið, að unnt sé að beita samfé- lagsþjónustu með ýmsum hætti. Megi þannig beita henni sem skilyrði fyrir ákærufrestun, sem sjálfstæðri viðurlagategund, í tengslum við skilorðsdóma, sem vararefsingu fésektardóma og í tengslum við beitingu reynslulausnar eða náðunar. I fylgiskjali með frumvarpinu kemur fram, að samfélagsþjónusta hafi víða verið tekin í notkun í Vestur-Evrópu sem viðurlög við afbrotum, fyrst í Bret- landi 1. janúar 1973, og síðan hafi stöðugt fleiri lönd í þessum heimshluta tekið þetta viðurlagaform í notkun. Hafi staðan verið þannig í upphafi tíunda áratug- arins, að einungis þrjú lönd í Vestur-Evrópu, auk Islands, höfðu ekki tekið þetta viðurlagaform í notkun í einhverri rnynd. I Danmörku hafi verið samið frum- varp um að gera þetta úrræði að varanlegum hluta af viðurlagakerfinu og í Noregi hafi það verið lögfest (1991). I Finnlandi, Noregi og Svíþjóð hafi í öll- um meginatriðum verið byggt á fyrirkomulagi og reynslu Dana í þessum efn- um. A Norðurlöndum sé það sá dómstóll, sem fjallar um mál viðkomandi manns, sem geti dæmt hann til samfélagsþjónustu. Sá háttur sé á þessu hafður, að refsing viðkomandi sé skilorðsbundin og til viðbótar lögbundnu skilyrði um, að hann fremji ekki refsiverðan verknað á skilorðstímanum, sé sett sérstakt skilyrði um samfélagsþjónustu. Forsenda samfélagsþjónustu sé, að hún komi einungis til greina, þar sem ella yrði dæmd óskilorðsbundin refsivist. Skilyrði sé, að dómþoli [ákærði] lýsi því yfir fyrir dómi, að komi skilorðsdómur til greina, sé hann samþykkur því, að sett verði skilyrði um samfélagsþjónustu. Þegar ákveðið sé að dæma sakborning í samfélagsþjónustu, fari fram heildar- mat á grófleika brota og persónulegum aðstæðum brotamanns, þar sem m.a. sé tekið tillit til vilja og möguleika hans á því að inna samfélagsþjónustu af hendi og hvaða uppeldisáhrif það geti haft á hann. Er tekið fram, að ekki sé ætlast til, að samfélagsþjónusta verði dæmd, þar sem brot eru svo alvarleg eða umfangs- mikil, að löng refsivist yrði dæmd samkvæmt gildandi venjum. Sé samfélags- þjónusta einkum talið heppilegt úrræði, þegar um er að ræða viðurlög gegn (ungum) brotamönnum, sem gerst hafi sekir um auðgunarbrot, skjalafals eða nytjastuld. Brotamenn, sem fremji þessi brot, fái almennt fyrst ákærufrestun og/eða venjulegan skilorðsdóm, einn eða fleiri. Þegar ekki sé (lengur) talið unnt að dæma venjulega skilorðsbundna refsingu og þyngri viðurlög eru talin nauð- synleg, sé samfélagsþjónusta í surnum tilvikum heppilegt úrræði. Ekki sé talið útilokað að dærna í samfélagsþjónustu fyrir ofbeldi, skemmdarverk eða fíkni- efnabrot, en í slíkum tilvikum sé gætt mikillar varfærni. Þá sé ekki talið útilok- að að beita samfélagsþjónustu, þótt viðkomandi hafi áður verið dæmdur í óskil- orðsbundna refsivist. Með rof á skilyrðum dóms sé farið eins og með aðra skil- 208
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.