Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 42
drög að því einungis kynnt samfélagsþjónustunefnd og umsagnar hennar leitað. I umsögn sinni benti nefndin á, að þó að á sínum tíma hafi verið ákveðið að skilgreina samfélagsþjónustu sem stjórnvaldsúrræði, hefði í nefndaráliti alls- herjarnefndar komið fram, að reyndist þetta vel, kæmi til greina að fella ákvæði um samfélagsþjónustu inn í almenn hegningarlög og fela dómstólum beitingu úrræðisins. Lægi afstaða löggjafans til þessa atriðis ekki fyrir. Þá væri nauð- synlegt að kanna þá reynslu, sem fengist hefði af úrræðinu, en nefndin taldi þó, að á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga og gagna mætti ætla, að reynslan væri það góð, að rétt væri, að samfélagsþjónusta yrði fest varanlega í sessi sem hluti af refsivörslukerfinu. Ekki var litið til þessarar umsagnar samfélagsþjónustunefndar, hvorki í frumvarpi til laga nr. 123/1997 né í meðferð þess á Alþingi. Þá var frumvarpið heldur ekki sent til umsagnar t.d. réttarfarsnefndar, ríkissaksóknara eða Dóm- arafélags Islands, svo sem eðlilegt hefði mátt teljast. Nefndarálit allsherjamefndar er afar fátæklegt, hvað varðar þann þátt um- rædds frumvarps, sem lýtur að samfélagsþjónustu, en um hana segir einungis svo: Var það álit þeirra sem komu á fund nefndarinnar [fangelsismálastjóra nkisins og formanns samfélagsþjónustunefndar] að fullnusta refsivistar með samfélagsþjónustu hafi reynst vel. Því telur nefndin rétt að festa ákvæði um samfélagsþjónustu varan- lega í lög, en lög um samfélagsþjónustu hafa takmarkaðan gildistíma og falla lögin sjálfkrafa úr gildi um næstu áramót. Eftir að dómsmálaráðherra hafði mælt fyrir frumvarpinu, tók einn alþingis- maður til máls og beindi fáeinum fyrirspurnum til ráðherra, en að öðru leyti verður ekki annað séð en frumvarpið hafi farið umræðu- og athugasemdalaust í gegnum þingið. Samkvæmt þessu virðist það ekki hafa vafist fyrir löggjaf- arvaldinu í landinu að ákveða til frambúðar, þvert ofan í réttarskipan hvarvetna í Evrópu, þar sem samfélagsþjónusta hefur verið lögleidd sem refsikennd viðurlög, að fela framkvæmdavaldinu dómsvald að þessu leyti. 3. HUGTAKIÐ SAMFÉLAGSÞJÓNUSTA I hinum nýja kafla laganna um fangelsi og fangavist er ekki, frekar en í fyrri lögum um sama efni, gerð tilraun til að skilgreina hugtakið samfélagsþjónusta, en engu að síður ákveðið, að þetta sé fullnustuúrræði. Að minni hyggju leikur hins vegar enginn vafi á því, að samfélagsþjónusta er ein tegund refsinga, þar sem á brotamann er lögð sú frelsisskerðing að vinna launalaust í frítíma sínum að verkefnum í þágu þjóðfélagsins, enda er sá skilningur almennt viðurkenndur í öðrum löndum, þar sem refsiúrræði þetta hefur verið tekið upp. Sú niðurstaða er og í samræmi við fylgiskjal með frumvarpinu, en þar er hugtakið skilgreint sem hér ségir: Skilgreina má samfélagsþjónustu með þeim hætti að hún sé ein tegund viðurlaga við afbrotum (leturbreyting greinarhöfundar) sem felst í því, að á brotamann er lögð 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.