Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 49
í 3. mgr. 37. gr. er gert ráð fyrir því að annað foreldri geti gert sérstaka kröfu um úrskurð um umgengni séu foreldrar ekki sammála um það hvernig um- gengni skuli háttað. Er síðan kveðið nánar á um vald sýslumanns til að ákveða hvernig umgengni skuli háttað og þá að teknu tilliti til hags og þarfa barnsins. Meginregla 37. gr. barnalaga er sú að foreldrar semji um það hvernig um- gengni skuli háttað á milli þeirra og barna þeirra. Gerir löggjafinn ráð fyrir því að foreldrar skipi þessum málum sínum sjálfir og er það talið bæði foreldrum og börnum fyrir bestu. Undantekningin frá meginreglunni er þegar foreldrar ná ekki samkomulagi og þurfa að óska eftir íhlutun yfirvalds til að skera úr ágreiningi þeirra. Einnig er ákveðin eftirlitsskylda lögð á yfirvald til þess að verja hag bama séu foreldrar ekki færir um það. 3. 38. GR. BARNALAGA NR. 20/1992 Með setningu 38. gr. laga nr. 20/1992 hefur löggjafinn ákveðið úrræði fyrir það foreldri sem ekki fer með forsjá barns og er tálmað af hinu foreldrinu að rækja lögbundna skyldu sína um umgengni og samneyti við barn sitt. Úrræði þetta eru dagsektir sem sýslumaður úrskurðar og lagðar eru á það foreldri sem kemur í veg fyrir umgengni. Renna dagsektir þessar í ríkissjóð. Segir svo í 38. gr. að tálmi foreldri sem hefur forsjá bams hinu foreldrinu að njóta umgengnisréttar við barnið er úrskurðaður hefur verið geti sýslumaður þá að kröfu þess skyldað þann sem með forsjá barnsins fer til að láta af tálmunum að viðlögðum dagsektum að fjárhæð allt að kr. 5.000. Einnig segir að dagsektir verði ekki lagðar á fyrr en að liðnum málskotsfresti þeim er greinir í 74. gr. eða fyrr en úrskurður ráðuneytisins um umgengni er genginn ef máli hefur verið skotið þangað. Hér vaknar spurningin hvort eingöngu þeir sem ekki hafa náð samkomulagi um umgengni við forsjárforeldri og krafist hafa úrskurðar sýslumanns um um- gengni, sbr. 3. mgr. 37. gr., hafi þetta réttarfarsúrræði. 4. ÚRSKURÐUR DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIS 28. NÓVEMBER 1997 Þann 28. nóvember 1997 kvað dómsmálaráðuneytið upp úrskurð í máli þar sem forsjárlaust foreldri krafðist úrskurðar um dagsektir vegna brota á um- gengnissamningi. Aðdragandi málsins var sá að við sambúðarslit aðila fór faðirinn í forsjármál og krafðist forsjár yfir ungum syni aðila. Var gerð dómsátt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að móðirin færi með forsjána og var grundvöllur þeirrar sáttar rúmur umgengnisréttur barns og föður. Samningurinn um umgengnina var síðan sendur sýslumanni til staðfestingar. Var samningurinn staðfestur þann 27. janúar 1997 án nokkurra athugasemda frá sýslumanni um að hann sæi einhverja meinbugi á fyrirkomulagi þessu. Þegar umgengnisamningurinn átti að koma til framkvæmda urðu misbrestir 217
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.