Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 53
2. Gera samning við forsjárforeldri og fá þann samning staðfestan af sýslu- manni. Sá samningur er ekki grundvöllur dagsekta skv. 38. gr. barnalaga. 3. Krefjast þess að sýslumaður úrskurði um inntak umgengninnar. Sá úr- skurður er kæranlegur til dómsmálaráðuneytis. Foreldri með úrskurð í hendi getur nýtt sér réttarfarsúrræði 38. gr. bamalaga um dagsektir sé úr- skurðurinn brotinn af forsjárforeldri. 4. Gangast við sáttatillögu sýslumanns um umgengni í ágreiningsmáli, sé for- sjárforeldrið sammála þeirri tillögu. Sýslumaður staðfestir síðan það sam- komulag. Forsjárlaust foreldri getur ekki krafist dagsekta skv. 38. gr. barna- laga á grundvelli slíks samkomulags sé það brotið af forsjárforeldrinu. 6. AFLEIÐINGAR Afleiðingar þessarar túlkunar ráðuneytisins geta verið á þá lund að samn- ingum um umgengni muni fækka verulega. Oft og tíðum nást sættir í forsjár- deilumálum fyrir dómstólum með því skilyrði að samið verði um ríflega um- gengni því foreldri til handa sem ekki fær forsjána. Er það yfirleitt kappsmál dómara og lögmanna aðila að forsjárdeilum ljúki með sátt. Telja þeir að með dómsátt séu meiri líkur á að samkomulag verði áfram á milli aðila um barnið. Er þetta gert með hagi barnsins og þarfir í huga. Algengt er að samkomulag um umgengni sé forsendan fyrir því að slík dómsátt náist. Eftir úrskurð ráðuneytisins og túlkun þess á 38. gr. barnalaga má gera ráð fyrir því að forsjárlaust foreldri verði ekki eins fúst til sátta vitandi það að það standi á byrjunarreit brjóti forsjárforeldrið umgengnissamninginn. Einnig má búast við því að sé forsjárforeldri ákveðið í því að koma í veg fyrir umgengni að það samþykki framkomnar kröfur hins foreldrisins hjá sýslu- manni. Sé það gert þá verður ekki kveðinn upp neinn úrskurður og verður ákvæðum 38. gr. bamalaga ekki beitt sem þvingunarúrræði þegar það sam- komulag er síðan brotið. Af öllu framansögðu er ljóst að það þvingunarúrræði sem felst í 38. gr. barnalaga nr. 20/1992 og er sett til þess að tryggja frekar rétt bama til að um- gangast báða foreldra sína mun með niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins frá því 28. nóvember s.l. verka gagngert til að letja forsjárlausa foreldra til að ganga til samninga um umgengni við börn sín sé einhver ágreiningur á annað borð til staðar og því ekki í samræmi við anda laganna um að tryggja rétt barna og hvetja foreldra til samninga í ágreiningsmálum. Með setningu bamalaga nr. 20/1992 hefur samningsréttur foreldra verið skertur frá því sem hann var samkvæmt ákvæðum eldri barnalaga nr. 8/1981. Þar sem túlkun 38. gr. laga nr. 20/1992 er samkvæmt orðanna hljóðan er nauðsyn að breyta því ákvæði þannig að aðilar sem semja um mál sín sjálfir standi jafnfætis þeim sem hafa þurft að fá íhlutun yfirvalda í málefni sín. 221
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.