Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 56

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 56
1. INNGANGUR Skylduaðild lögmanna að Lögmannafélagi íslands hefur verið umdeild, ekki síst vegna þess að starfsemi félagsins hefur verið talin víðtækari en nemur bein- línis lögboðnu hlutverki samkvæmt lögum nr. 61/1942 um málflytjendur. Með dómi sem gekk í Hæstarétti 19. febrúar sl. í máli nr. 259/1997 var félagsmaður í Lögmannafélagi Islands sýknaður af kröfu félagsins um greiðslu félagsgjalda. I forsendum dómsins segir m.a.: „...skylduaðild að stefnda, sem hér er viður- kennd, heimilar ekki stjórn félagsins að krefja félagsmenn um önnur gjöld en þau, sem þarf til að sinna hinu lögboðna hlutverki“. Niðurstöðuna í lögmannafélagsmálinu má rekja til þróunar á sviði mannrétt- inda og nýrra hugmynda á alþjóðavettvangi um inntak félagafrelsis. Hefð- bundnar hugmyndir norræns réttar um að í félagafrelsi felist aðeins réttur til að stofna og ganga í félag en ekki svokallað neikvætt félagafrelsi eða réttur til að standa utan félaga og ganga úr þeim hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir þeirri skoðun að í félagafrelsi hljóti einnig að felast að einhverju marki réttur til að standa utan félaga. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur skýrt 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) á þann veg að hún veiti vernd gegn þvingun til þátttöku í félögum við vissar aðstæður og hefur dómstóllinn þá m.a. haft hliðsjón af ákvæðum sáttmálans um skoðana- og tjáningarfrelsi. Með dómi mannréttindadómstólsins sem gekk 30. júní 1993 í íslenska leigu- bflstjóramálinu var því slegið föstu að íslenska rfldð hefði brotið gegn skyldum sínum samkvæmt 11. gr. MSE en samkvæmt lögum var það skilyrði útgáfu atvinnuleyfis leigubflstjóra að þeir ættu aðild að tilteknu félagi. í dóminum er vísað til vaxandi samstöðu á alþjóðavettvangi um neikvætt félagafrelsi og m.a. horft til 2. tölul. 20. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna frá 1948 þar sem kveðið er á um rétt til að standa utan félaga, 11. gr. yfirlýsingar Evrópubandalagsins um grundvallarfélagsréttindi launþega frá 1989 og 5. gr. Félagsmálasáttmála Evrópu frá 1961 eins og honum var breytt árið 1991 en í báðum sáttmálunum er kveðið er á um rétt launþega og vinnuveitenda til að standa utan stéttar- og vinnuveitendafélaga. Einnig var litið til túlkunar sérfræð- inganefndar sem fylgist með framkvæmd félagsmálasáttmálans og félagafrels- isnefndar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem annast eftirlit með framkvæmd samþykkta ILO nr. 87 um félagafrelsi og verndun þess og nr. 98 um beitingu grundvallarreglna um réttinn til að stofna félög og semja sameigin- lega. Báðar nefndirnar hafa litið svo á að skylduaðild að stéttarfélögum sé and- stæð fyirgreindum sáttmálum. Dómurinn í íslenska leigubflstjóramálinu og fyrrgreind þróun á alþjóðavettvangi átti stóran þátt í því að sett var regla um rétt manna til að standa utan félaga í íslensku stjómarskrána (stjskr.) með 12. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, sbr. 2. mgr. 74. gr. stjskr. Þótt það komi ekki fram í forsendum dómsins í lögmannafélagsmálinu verð- ur að ætla að hann byggi á reglum um neikvætt félagafrelsi. Hér á eftir verður skoðuð vernd neikvæðs félagafrelsis samkvæmt 11. gr. MSE og 2. mgr. 74. gr. stjskr. og enn fremur leitast við að skýra hugtakið félag í skilningi fyrrgreindra 224

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.