Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 58
eigi rétt á að stofna félög til að vinna hugmyndum sínum brautargengi hljóti menn einnig að eiga rétt á því að vera ekki þvingaðir til aðildar að félögum í andstöðu við sannfæringu sína. Um þetta hafa menn ekki verið á einu máli og þess vegna náðist t.d. ekki samkomulag við gerð Mannréttindasáttmála Evrópu um að setja ákvæði sem kvæði berum orðum á um neikvætt félagafrelsi. Þrátt fyrir að ekki næðist eining meðal aðildarríkja mannréttindasáttmálans um hvort vernda bæri rétt manna til að standa utan félaga hefur Mannréttinda- dómstóll Evrópu oftar en einu sinni túlkað 11. gr. MSE á þann veg að við vissar aðstæður verndi hún rétt manna til að standa utan félaga. Dómstóllinn hefur þá horft til eðlis þvingunar að félagi hverju sinni og jafnframt haft hliðsjón af 9. og 10. gr. MSE um skoðana- og tjáningarfrelsi. Það var fyrst í breska járnbrautamálinu2 árið 1981 sem dómstóllinn skýrði 11. gr. MSE með þessum hætti og dómurinn markaði tímamót í þróun viður- kenningar á neikvæðu félagafrelsi. Þremur starfsmönnum bresku járnbrautanna hafði verið sagt upp þegar þeir neituðu að ganga í stéttarfélög sem járnbraut- irnar höfðu gert forgangsréttarsamning við. I dóminum segir að skylduaðild að stéttarfélagi þurfí ekki alltaf að vera andstæð sáttmálanum að því gefnu að 11. gr. MSE verndi ekki neikvætt félagafrelsi í sama mæli og jákvætt. Hótun uni uppsögn og þar með missi lífsviðurværis þótti hins vegar eitt alvar- legasta form nauðungar og slík nauðung, eins og í þessu máli, bryti gegn kjarna þess frelsis sem verndað væri af 11. gr. MSE (§55). Ákvæði 11. gr. var enn fremur skoðað í samhengi við 9. gr. MSE um skoðana- og trúfrelsi og enn fremur 10. gr. MSE um tjáningarfrelsi en vernd skoðanafrelsis væri eitt af markmiðum ákvæðis 11. gr. MSE um félagafrelsi. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það bryti gegn 11. gr. MSE að þvinga einstaklinga til inngöngu í félag í andstöðu við sannfæringu þeirra (§57). Mannréttindadómstóllinn túlkaði ákvæði 11. gr. MSE með svipuðum hætti í breska vörubílstjóramálinu árið 1993.3 Að kröfu stéttarfélags sem kærandi hafði lent í deilum við og þess vegna gengið úr setti vinnuveitandi hans honum tvo kosti, annaðhvort gengi hann í félagið eða hann yrði fluttur á aðra starfs- stöð. Mannréttindadómstóllinn vísaði til niðurstöðu sinnar í breska jámbrauta- málinu þar sem bent hefði verið á að skylduaðild að stéttarfélögum þyrfti ekki alltaf að brjóta gegn sáttmálanum. Dómstóllinn taldi að atvik í þessu máli væru ólík breska járnbrautamálinu. Neitun kæranda að ganga í stéttar- félagið hefði ekki átt rætur að rekja til sérstakrar skoðunar á stéttar- félagsaðild og þess vegna þyrfti ekki að meta mál hans í ljósi 9. og 10. gr. MSE. Hann hefði ekki átt á hættu að missa vinnuna og lífsviðurværi sitt. Ekki var talið að brotið hefði verið gegn kjarna félagafrelsi samkvæmt 11. gr. MSE (§29). 2 MDE 13. ágúst 1981,Young, James og Websters gegn Bretlandi, Series A, no. 44. 3 MDE 20. apríl 1993, Sibson gegn Bretlandi, Series A, no. 258. 226
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.