Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 61
lega óbreytt gæti verið unnt að bera því við að neikvætt félagafrelsi væri á eng-
an hátt verndað hér á landi.9
2.3.1 Ríkari vernd neikvæðs félagafrelsis samkvæmt 2. mgr. 74. gr. stjskr.
en 11. gr. MSE
Með setningu ákvæðis um að engan megi skylda til aðildar að félagi, sbr. 1.
málsl. 2. mgr. 74. gr. stjskr., gekk íslenski löggjafinn hins vegar lengra í vemd
neikvæðs félagafrelsis en mannréttindadómstóllinn hefur gert hingað til. Rétt-
inum til að standa utan félaga er gert jafn hátt undir höfði og réttinum til að
stofna og ganga í félög samkvæmt 1. mgr. 74. gr. stjskr. Af þeim dómum mann-
réttindadómstólsins sem voru nefndir hér að framan verður ráðið að það er eðli
þvingunarinnar til að eiga aðild að félagi hverju sinni sem ræður úrslitum um
það hvort hún verður talin andstæð 11. gr. MSE og þá með hliðsjón af skoðana-
og tjáningarfrelsi. I íslenska leigubílstjóramálinu var það ekki lögmælt skylda
til aðildar að Frama ein og sér sem braut gegn kjarna félagafrelsis 11. gr. MSE
heldur mat dómstóllinn sérstaklega umfang þvingunarinnar sem fólst í
félagsskyldunni fyrir kæranda. Þvingunin sem fólst í því að ganga annaðhvort
í félagið eða missa atvinnuleyfi sitt var talin brjóta gegn 11. gr. MSE auk þess
sem félagsaðildin var andstæð skoðunum hans. Skýlaust bann 1. málsl. 2. mgr.
74. gr. stjskr. við skylduaðild að félögum veitir hins vegar ekki svigrúm til að
meta lögmæti aðildarskyldu að félagi með sama hætti og mannréttindadóm-
stóllinn hefur gert við skýringar á 11. gr. MSE. Neikvætt félagafrelsi samkvæmt
2. mgr. 74. gr. stjskr. er ekki takmarkað við félög sem brjóta gegn trú-, skoðana-
og tjáningarfrelsi eða skerða atvinnufrelsi. Menn eiga rétt á að standa utan hvers
konar félaga nema að uppfylltum ströngum skilyrðum 2. málsl. 2. mgr. 74. gr.
stjskr. en samkvæmt því er löggjafanum veitt heimild til að kveða á um skyldu
til aðildar að félagi ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlut-
verki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.
2.3.2 Ákvæði 2. mgr. 74. gr. stjskr. tekur einnig til einkaréttar
I frumvarpi að stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995 er í athugasemdum við 12.
gr. bent á að í ákvæðinu sé ekki vikið að þeirri aðstöðu hvort t.d. tveir menn geti
með samningi sín á milli skyldað þriðja mann með óbeinum hætti til að ganga
í félag eða beitt hann á annan hátt þrýstingi til þess.10 Vegna umræðna um áhrif
ákvæðisins á forgangsréttarákvæði kjarasamninga er áréttað í áliti stjórnarskrár-
nefndar um frumvarpið að með ákvæðinu sé ekki kveðið á um það sem menn
séu skyldaðir til að gera á grundvelli frjálsra samninga, þ.á m. kjarasamninga.
í orðalagi ákvæðisins felist að engan megi skylda til aðildar að félagi með lög-
um eða hvers kyns stjómvaldsákvörðunum. Nefndin telur sérstaka ástæðu til að
9 Alþt. 1994, A-deild, bls. 2107.
10 Alþt. 1994, A-deild, bls. 2108.
229