Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 62
nefna að forgangsréttarákvæði sem kveða á um að félagsmenn stéttarfélags skuli hafa forgang til vinnu á félagssvæði þess leiði ekki af sér félagsskyldu af þeim toga sem 1. málsl. 2. mgr. tekur til.11 Það er varhugavert að taka hugleiðingar stjórnarskrárnefndar um skýringu á inntaki 1. málsl. 2. mgr. 74. gr. stjskr. of bókstaflega enda gengur túlkun nefnd- arinnar beinlínis gegn skýru orðalagi ákvæðisins. Aður fyrr var að vísu talið að borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi eins og félagafrelsi vernduðu einstakling- inn aðeins fyrir afskiptum eða ágangi ríkisins en eins og vikið er að í Stjórn- skipunarrétti Gunnars G. Schram þykir nú á tímum ekki nægilegt að ríkið haldi að sér höndum gagnvart einstaklingum til að mannréttindi þeirra séu tryggð. Sú skylda hvílir einnig á ríkisvaldinu að tryggja að réttindi einstaklinga séu tryggð í raun og þar með að grípa til ákveðinna aðgerða sé brotið á þeim með löggjöf eða öðrum hætti.12 í ljósi afdráttarlauss banns 1. málsl. 2. mgr. 74. gr. stjskr. við skylduaðild að félögum verður að telja að skylduaðild væri ólögmæt, hvort heldur sem hún byggði á lagaskyldu eða væri fyrir hendi í raun, ef ekki væru uppfyllt skilyrði 2. málsl. 2. mgr. 74. gr. Annars hefði verið rétt að orða ákvæðið á þann veg að engan mætti með lögum eða stjórnvaldsákvörðunum skylda til aðildar að félagi. Samkvæmt orðanna hljóðan verður að skilja 2. mgr. 74. gr. stjskr. svo að engan megi skylda til aðildar að félagi nema með lögum og að uppfylltum öðrum skilyrðum ákvæðisins. Það verður ekki betur séð en skapist þær aðstæður á sviði einkaréttar að manni sé t.d. nauðugur einn kostur að eiga aðild að stéttarfélagi til að halda vinnu í starfsgrein sinni þar sem stéttarfélag í starfsgreininni hefur samið við vinnuveitendur um félagsskyldu starfsmanna eða forgangsrétt félagsmanna til vinnu í greininni, geti beiting þess háttar ákvæðis falið í sér brot gegn neikvæðu félagafrelsi hans samkvæmt 2. mgr. 74. gr. stjskr. Loks má nefna að væri ákvæði 1. málsl. 2. mgr. 74. gr. stjskr. skýrt í samræmi við fyrrgreind ummæli í greinargerð og nefndaráliti hefði það í för með sér að vernd manna gegn því að vera þvingaðir til aðildar að félögum á grundvelli einkaréttarlegra samninga væri minni en samkvæmt 11. gr. MSE sem miðað við dóma mannréttindadómstólsins tekur jafnt til þvingunar sem byggist á lögum og samningum á sviði einkaréttar.13 11 Alþt. 1994, A-deild, bls. 3886. 12 Gunnar G. Schram: Stjómskipunarréttur. Reykjavík 1997, bls. 448. Sjá einnig bls. 452 þar sem segir m.a. að það sé mikil einföldun að halda því fram að borgaraleg og stjómmálaleg réttindi krefjist þess eingöngu að ríkið haldi að sér höndum og skipti sér ekki af eða gangi ekki á tiltekin réttindi borgaranna. Enn má nefna að í frumvarpinu til stjómarskipunarlaga nr. 97/1995 er í al- mennri umfjöllun um mannréttindi á það bent að á síðustu áratugum hafi þörfin aukist á því að ríki grípi til lagasetningar á vettvangi borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda til vemdar einstakling- unum í innbyrðis samskiptum þeirra. Að þessu leyti hafi því breyst eða rýmkast nokkuð upp- runalegt markmið þess að stjórnarskrárbinda borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi einstaklinga en það hafi fyrst og fremst verið að vemda þá gegn ofurvaldi og afskiptum rikisins. (Alþt. 1994, A- deild, bls. 2077). 13 Sbr. MDE 13. ágúst 1981,Young, James og Websters gegn Bretlandi, Series A, no. 44 og MDE 20. apríl 1993, Sibson gegn Bretlandi, Series A, no. 258. 230
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.