Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 64
vinnumanna að opinberum rétti (professional organisation of public-law character) eins og íslenska rfldð hélt fram og félli þar með utan gildissviðs 11. gr. sáttmálans. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Frami gæti ekki talist opinber samtök (public-law association). Að vísu færi Frami með ákveðin verkefni sem að einhverju leyti væri kveðið á um í lögum og sem þjónuðu ekki aðeins hagsmunum félagsmanna heldur einnig almennings. Samt sem áður væri eftirlit með beitingu viðkomandi reglna falið öðrum aðila, þ.e um- sjónarnefnd fólksbifreiða sem skipuð væri af samgönguráðherra, sem auk þess hefði vald til að gefa út atvinnuleyfi og taka ákvarðanir um sviptingu þeirra. Dómstóllinn taldi að þar sem Frami væri stofnaður samkvæmt einkarétti og nyti fulls sjálfsákvörðunarréttar við skilgreiningu markmiða sinna, skipu- lags og starfsreglna væri Frami fyrst og fremst einkaréttarleg samtök (private-law organisation) og yrði því að teljast félag í skilningi 11. gr. MSE (§31). Af framangreindum dómum verður ráðið að grundvöllur og skipan samtaka ræður úrslitum um það hvort þau teljast félög. Sú höfuðáhersla sem mann- réttindadómstóllinn lagði á það í íslenska leigubílstjóramálinu að Frami væri stofnaður samkvæmt einkarétti og nyti fulls sjálfsákvörðunarréttar við skil- greiningu markmiða sinna, skipulags og starfsreglna (§31) er í samræmi við hefðbundna skýringu félagaréttar á hugtakinu félag. Það er einmitt meginein- kenni félaga að til þeirra er stofnað með einkaréttarlegum löggerningi og stofnun þeirra á rætur að rekja til vilja þátttakendanna til að starfa saman. Vilji þátttakenda til stofnunar félags og val þeirra á félagaformi kemur fram í félagssamningnum og þátttakendur ráða skipan samstarfsins. Þeir geta t.d. stofnað almenn félög, eins og áhugamannafélög eða hagsmunasamtök, eða fjárhagsleg félög t.d. hlutafélög og sameignarfélög. Þannig er það meginregla um félög og jafnframt eitt höfuðeinkenni þeirra að þau njóta sjálfræðis í eigin málum á grundvelli stjórnarskrárvarins félagafrelsis og meginreglu samninga- réttar um samningsfrelsi. Þau ráða skipulagi sínu og starfsemi innan þeirra marka sem einstökum félagaformum kunna að vera sett í lögum. Þess vegna er stundum talað um einkaréttarleg félög og frjáls félög til aðgreiningar frá sam- tökum og lögaðilum á sviði opinbers réttar eða þjóðaréttar. 3.2 Lögbundin samtök Það skipti meginmáli í belgíska læknamálinu að læknareglan var stofnuð með lögum, skipulag hennar og starfsemi voru lögákveðin. Þetta voru lögbund- in samtök. Þegar stofnað er til samtaka með lögum eru tiltekin verkefni falin ákveðnum hópi manna og/eða lögaðila sem jafnframt eru þá settir undir valdsvið samtakanna innan marka hlutverks þeirra og samkvæmt þeim reglum sem gilda um starfsemi þeirra líkt og í félögum. Það ber hins vegar að leggja áherslu á að ólíkt félögum er stofnað til svona samtaka með lögum. Til þeirra er ekki stofnað af fúsum og frjálsum vilja meðlima. Tilvist og skipulag þeirra er lögbundin sem þýðir m.a. að hlutverki þeirra og skipan 232
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.