Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 67

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 67
4. LÖGMANNAFÉLAGIÐ SAMKVÆMT LÖGUM NR. 61/1942 Vegna skylduaðildar lögmanna að Lögmannfélagi Islands þarfnast skipan þess og starfsemi skoðunar. Ekki hefur verið eining um lögmæti skylduaðildar að félaginu samkvæmt lögum nr. 61/1942 um málflytjendur. Þá hefur því enn fremur verið haldið fram að jafnvel þótt skylduaðild lögmanna að félaginu brjóti ekki gegn neikvæðu félagafrelsi hljóti lögmælt hlutverk eða skylduaðild að setja félaginu ákveðnar skorður um starfsemi þess.19 Dómur Hæstaréttar í lögmannafélagsmálinu tók á síðamefnda álitamálinu. Aður en gerð verður grein fyrir málinu og þýðingu þess um skipan lögmannafélagsins er rétt að huga að skipan lögmannafélagsins samkvæmt lögum nr. 61/1942. 4.1 Lögmælt hlutverk og lögbundin tilvist Með lögum nr. 61/1942 um málflytjendur var lögmönnum gert skylt að hafa með sér félag. Lögin fólu félagi þeirra forsvar gagnvart dómurum og stjóm- völdum í málum er vörðuðu lögmenn og eftirlit með störfum þeirra auk úr- skurðarvalds um endurgjald fyrir málflutningsstörf og refsivald yfir félags- mönnum í formi sekta og áminninga, sbr. 1. mgr. 7. og 8. gr. laganna. Lög- mannafélagið sem málflutningsmenn stofnuðu að eigin fmmkvæði árið 1911 tók við þessu hlutverki og þar með varð sú breyting á stöðu félagsins að því varð ekki lengur slitið að fmmkvæði félagsmanna, tilvist þess var orðin lög- bundin. Allt til ársloka 1995 fólst dómsvald í úrskurðarvaldi stjórnar lög- mannafélagsins samkvæmt 8. gr. laga nr. 61/1942 en úrskurðir hennar sættu kæru til Hæstaréttar samkvæmt 4. mgr. ákvæðisins. Þetta ákvæði var fellt brott með lögum nr. 24/1995 um breytingu á lögum nr. 61/1942 sem tóku gildi 1. janúar1996. Með lögum nr. 61/1942 var lögmannafélaginu veitt opinbert vald og falið lögboðið hlutverk á sviði opinbers réttar auk þess sem gildi samþykkta varð háð staðfestingu dómsmálráðherra, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna. Lögmanna- félagið varð hluti af réttarkerfínu, því var falið að annast eftirlit með lögmönnum og veitt agavald yfír þeim og lögmönnum var gert að mynda eina heild um hagsmuni sína gagnvart stjórnvöldum og dómstólum. Við gildistöku laga nr. 61/1942 varð lögmannafélagið hluti af stjórnkerfí ríkisins og háð ríkisvaldinu um skipulag sitt og starfsemi og að því leyti hefur það vissulega borið einkenni opinberra samtaka með svipuðum hætti og belgíska læknareglan. 4.2 Skipan félagsins hefur verið í formi almenns félags Jafnvel þótt tilvist lögmannafélagsins hafi verið lögfest með lögum nr. 19 Sjá Jón Steinar Gunnlaugsson: „Nokkrar hugleiðingar um rétt manna til að standa utan fé- laga“. Afmælisrit Gauks Jörundssonar, Reykjavík, 1994, bls. 383-396, en þar fjallar hann m.a. um stöðu lögmannafélagsins, sbr. bls. 392-394. 235

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.