Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 70

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 70
isréttar vegna vangoldinna félagsgjalda. Samkvæmt samþykktum lögmanna- félagsins njóta einungis skuldlausir félagsmenn atkvæðisréttar. K kvaðst þá þegar hafa vikið af fundi en síðar hefði hann frétt að fundurinn hefði samþykkt að þeir sem skulduðu fengju samt sem áður að kjósa. K taldi þetta grófa lög- leysu og valdníðslu en með því að skylduaðild væri að félaginu gæti félagið ekki svipt hann kosningarétti og kvað þetta ástæðu þess að hann neitaði greiðslu félagsgjalda frá þeim tíma. Meginmálsástæða K var hins vegar sú að lögmannafélagið hefði í starfsemi sinni farið langt út fyrir starfssvið sitt samkvæmt lögum nr. 61/1942 og félags- gjöld væru nýtt til ýmiss konar félagsmálastarfsemi, t.d. utanlandsferða ein- stakra meðlima, orgelkaupa, sumarhúsareksturs, íþróttaiðkunar, spilamennsku, jólaskemmtana o.fl. Hann byggði á því að lögin um málflytjendur gerðu einungis ráð fyrir stjórnsýslustarfsemi í félaginu og engar lagaheimildir væru til þess að krefjast gjalds af honum til að standa straum af öðrum kostnaði en hlyt- ist af lögboðnu hlutverki félagsins. Lögmannafélagið stæði fyrir ýmiss konar félagsmálastarfsemi sem ekki væri skylduaðild að samkvæmt lögum nr. 61/1942 en sem skylduaðildarfélag ætti starfsemi félagsins að einskorðast við stjórnsýslustörf eins og lögin gerðu ráð fyrir. K lýsti því yfir að hann hafnaði ekki aðild að lögmannafélaginu í stjórnsýslulegum tilgangi í samræmi við lög nr. 61/1942, heldur aðeins fjárkröfum félagsins varðandi svokallaðan félags- málapakka. K viðurkenndi skylduaðild sína að félaginu að svo miklu leyti sem það einskorðaði starfsemi sína við stjómsýslu- og úrskurðarhlutverk sitt að opinberum rétti og vefengdi ekki að skylduaðild að því væri í samræmi við 2. málsl. 2. mgr. 74. gr. stjskr . í dómi Hæstaréttar segir að lögmannafélagið eigi lögbundnu hlutverki að gegna sem tengt sé þeim réttindum sem veitt séu málflutningsmönnum. Hæsti- réttur leggur áherslu á að K viðurkenni skvlduaðild sína að félaginu að því er varði hina lögbundnu starfsemi þess og sé reiðubúinn að greiða árgjald til þess að standa undir henni. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að skyldu- aðild að lögmannafélaginu heimili ekki stjórn félagsins að krefja félags- menn um önnur gjöld en þau sem þurfí til að sinna hinu lögboðna hlut- verki. í dóminum er bent á að tilgangur félagsins samkvæmt samþykktuni þess sé að gæta hagsmuna félagsmanna og hann sé þannig víðtækari en lögboðið hlutverk félagsins. Fram sé komið að þó nokkur hluti af fjárhagslegum umsvifum félagsins sé fyrir utan hin lögbundnu verkefni og það sé viðurkennt af þess hálfu að það sinni öðrum verkefnum. Með því að lögmannafélagið hafi ekki orðið við þeini áskorun K undir rekstri málsins að aðgreina kostnað af starfsemi félagsins eftir því hvaða þættir hennar teldust nauðsynlegir vegna hins lögboðna hlutverks og hverjir ekki taldi Hæstiréttur að sýkna yrði K af kröfum félagsins. 4.3.2 Meginreglur félagaréttar um sjálfræði og minnihlutavernd Eins og áður sagði þá hefur skipan og starfsemi lögmannafélagsins verið 238

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.