Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 71

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 71
með svipuðum hætti og í almennum félögum þrátt fyrir lögboðið hlutverk að opinberum rétti og skylduaðild lögmanna að félaginu. Eins og í almennum félögum hefur félagið starfað eftir samþykktum þess en þar sem lög hafa ekki verið sett um skipulag og réttarstöðu almennra félaga, ólfkt t.d. hlutafélögum, einkahlutafélögum og samvinnufélögum, hafa samþykktir grundvallarþýðingu um réttarstöðu þeirra og félagsmannanna. Þær hafa að geyma undirstöðureglur um skipulag og starfsemi félagsins og mynda heildarskipulag þess ásamt meginreglum félagaréttar. Með inngöngu í almennt félag gangast menn undir þær reglur sem gilda um skipulag og starfsemi félagsins samkvæmt sam- þykktum þess. Þær eru grundvöllur réttinda og skyldna meðlima en aðrar reglur félagsins og ákvarðanir sem teknar eru innan þess verða að eiga sér stoð í samþykktum. Einstakir félagsmenn almennra félaga og hópar innan þeirra eru því að meginreglu til bundnir af samþykktum og ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli þeirra. Með reglum félagaréttar er m.a. leitast við að skapa jafnvægi milli virkrar meirihlutastjórnunar og sanngjarnrar minnihlutavemdar. Það er viðurkennt sjónarmið í félagarétti þegar í hlut eiga almenn félög sem menn eru þvingaðir til að eiga aðild að, hvort heldur aðildin er lögákveðin eða vegna þess að hags- munir af aðild em slíkir að menn þurfa að eiga aðild að viðkomandi félagi, beri nauðsyn til að veita félagsmönnum ríkari vernd gegn valdi meiri hlutans en í veigaminni félögum.24 Því meiri þýðingu sem félagsaðild hefur því meiri kröfur verða gerðar til félaga um málsmeðferð og efni ákvarðana sem em íþyngjandi fyrir félagsmenn og ólögfestar meginreglur, t.d. um jafnræði, andmælarétt og minnihlutavemd25 fá aukið gildi.26 Brjóti félagið í starfsemi sinni gegn lögum, samþykktum eða ólögfestum meginreglum á minnihlutinn eða einstakir félags- menn þess kost að leita réttar síns fyrir dómstólum í því skyni að fá ólögmætar ákvarðanir ógiltar.27 24 Sjá t.d. Ole Hasselbalch, Foreningsret, 1992, bls. 64, en þar bendir hann á að félög sem menn eiga nka hagsmuni af aðild að megi ekki misnota þessa hagsmuni, t.d. með því að þvinga fé- lagsmenn til að taka þátt í starfsemi sem er óviðkomandi tilgangi félagsins. Sjá einnig sama rit bls. 178-181. 25 Með meginreglu um minnihlutavernd er átt við sömu reglu og lögfest er um hlutafélög, einka- hlutafélög og samvinnufélög, sbr. 95. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög en þar segir: „Hlut- hafafundur má ekki taka ákvörðun sem bersýnilega er fallin til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins". Sömu reglu er að finna í 70. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög og 72. gr. laga nr. 22/1991 um samvinnufélög. 26 Sjá t.d. H 1982 1801. E hafði verið vikið úr svæðisbundnu vörubílstjórafélagi og félagið hafði fengið lögbann á leiguakstur hans til vöruflutninga en aðild að félaginu var skilyrði atvinnuleyfis hans samkvæmt reglugerðarákvæði. Hæstiréttur taldi að valdi félagsins til að taka ákvörðun um at- vinnuréttindi manna fylgdi skylda til að tryggja að E ætti þess kost að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum áður en trúnaðarmannaráð og félagið tóku ákvarðanir um brottrekstur (1803). 27 Um almenn félög gildir svipuð meginregla um ógildingu ákvarðana og lögfest er í 96. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, 71. gr. laga nr. 138/ 1994 um einkahlutafélög og 73. gr. laga nr. 22/1991 um samvinnufélög. 239
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.