Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 72

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 72
4.3.3 Aðgerðaleysi félagsmannsins í lögmannafélaginu kom ekki að sök Það vekur athygli að lögmaðurinn K sá ekki ástæðu til að beita félags- réttindum sínum til að reyna að hafa áhrif á eða breyta starfsemi félagsins en hann hafði verið félagsmaður frá árinu 1962. Ekki verður séð að hann hafi öll þessi ár mótmælt starfsemi félagsins á vettvangi þess, gert tillögur um ráðstöfun félagsgjalda eða hlutast til um sundurliðun þeirra og fyrir dóminum gerði hann ekki kröfu um ógildingu tiltekinna ákvarðana, hvorki þeirra sem voru grund- völlur umdeildra félagsgjalda eða ákvörðuninni um félagsgjaldið, eins og legið hefði beinast við samkvæmt reglum félagaréttar. Eftir aðalfundinn 1994 neitaði hann einfaldlega að greiða félagsgjöldin. Héraðsdómur Reykjavíkur horfði til tómlætis K sem félagsmanns og leysti úr ágreiningnum eftir meginreglum félagaréttar. Dómurinn komst að þeirri nið- urstöðu að skylduaðild að lögmannafélaginu legði þær skyldur á herðar stjórn félagsins að krefja ekki þá félagsmenn sem þess óska um önnur aðildargjöld en þau sem þyrfti til að sinna lögboðnu hlutverki þess og enn fremur að vafi kynni að leika á því að mörg verkefna félagsins féllu þar undir. Héraðsdómur taldi hins vegar að til þess yrði að líta að félagið hefði verið rekið í samræmi við samþykktir og samþykkt aðalfundar ár hvert. Ekki yrði séð af gögnum málsins að fram hefðu komið mótmæli gegn einstökum þáttum starfseminnar hvorki frá K né öðrum félagsmönnum. Það væri fyrst í greinargerð K sem hann mótmælti greiðslu aðildargjalda af þeim sökum að starfsemin væri orðin of víðtæk. Þar viðurkenndi hann skyldu til að greiða félagsgjöld vegna stjórnsýsluþáttar félagsins. K viðurkenndi þannig aðild sína að starfsemi félagsins að hluta og greiðsluskyldu vegna hennar án þess þó að gera kröfu um lækkun árgjalds. Af þessum sökum taldi héraðsdómur að hafna yrði kröfu um sýknu. Niðurstaða héraðsdóms er í samræmi við meginreglur félagaréttar en þar er það viðurkennt sjónarmið að mikilvægt sé fyrir félög og stjórn þeirra að geta treyst á gildi ákvarðana sem teknar eru innan félagsins. Þess vegna er gerð sú krafa til félagsmanna að þeir geri gangskör að því að fá hnekkt ákvörðunum sem þeir telja ólögmætar. Sú meginregla gildir því um almenn félög að félags- maður sem hefur viðurkennt ákvörðun eða sýnt af sér tómlæti gagnvart henni kann að glata rétti til að bera fyrir sig ágalla á henni.28 Eins og héraðsdómur komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að skylduaðild að lögmannafélaginu heimilaði ekki stjórn félagsins að krefja félagsmenn um önnur gjöld en þau sem þyrfti til að sinna lögboðnu hlutverki þess. Olíkt hér- aðsdómi er hins vegar ekki vikið að tómlæti K eða annarra félagsmanna um starfsemi félagsins sem um árabil hafði verið þannig háttað að félagsmenn voru krafðir um félagsgjöld sem félagsmenn máttu vita að væri varið til annarrar 28 Til samanburðar má benda á málshöfðunarfresti samkvæmt þeim lagaákvæðunum sem vísað er til r nmgr. nr. 27. 240
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.