Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 75
að vera því til fyrirstöðu að skylda menn til aðildar að félagi og að slík skylda
myndi sennilega ekki brjóta gegn 11. gr. MSE. Hins vegar segir svo: „Gagnstæð
niðurstaða er þó ekki alveg útilokuð þegar það er virt að unnt er að koma við
eftirliti með lögmönnum án þess að félag þeirra þurfi nálægt því að koma...“ og
enn fremur: „Því verður augljóslega ekki haldið fram með gildum rökum að
skilyrði stjórnarskrár séu eftir setningu laga nr. 97/1995 uppfyllt í hvívetna til
að skylda megi lögmenn til að vera í Lögmannafélagi Islands í óbreyttri
mynd“.31
5.2 Áfram skylduaðild en félagið svipt agavaldi
Grundvallarbreytingar voru gerðar á frumvarpinu í meðförum Alþingis eftir
að dómur Hæstaréttar í lögmannafélagsmálinu gekk. Allsherjarnefnd lagði til
að lögmönnum yrði eftir sem áður gert skylt að eiga aðild að lögmannafélaginu,
sbr. 1. mgr. 3. gr. laganna. Með lögum nr. 77/1998 er starfsemi félagsins lög-
ákveðin og það skal ekki hafa með höndum aðra starfsemi en þá sem
sérstaklega er mælt fyrir um í lögunum, sbr. 2. mgr. 3. gr. laganna. Samkvæmt
5. mgr. 3. gr. er félaginu þó heimilt að starfrækja sérstakar félagsdeildir í öðru
skyni en lögin kveða á um, eina eða fleiri, sem lögmönnum er frjálst að ákveða
hvort þeir eigi aðild að. Fjárhag slíkra deilda á að aðgreina frá fjárhag félagsins.
Hlutverk lögmannafélagsins er samkvæmt 5. gr. laganna að vera í forsvari fyrir
lögmenn gagnvart dómstólum og stjómvöldum um þau málefni sem stétt þeirra
varða, setja siðareglur fyrir lögmenn og að stuðla að því að sérhver sem þarfn-
ast aðstoðar lögmanns fái notið hennar. Auk þessara verkefna er félaginu falið
eftirlit með því að lögmenn uppfylli ávallt skilyrði fyrir lögmannsréttindum,
sbr. 13. gr., veita undanþágur frá skilyrðum 19. gr. um skyldu lögmanna til að
hafa opna skrifstofu og því skilyrði að einungis lögmenn reki félög um lög-
mannsskrifstofu, auk þess sem félagið skal gera tillögur áður en dómsmálaráð-
herra setur reglur um nánar tiltekin málefni og gefa umsagnir til dómsmála-
ráðherra sbr. 23,- 25. gr laganna.
Það nýmæli er í lögunum að Iögmannafélagið er svipt agavaldi yfir lög-
mönnum og úrskurðarvaldi um endurgjald fyrir þjónustu þeirra og þessi verk-
efni falin svokallaðri úrskurðarnefnd Iögmanna sem skal starfa „í tengslum
við Lögmannafélag íslands", eins og segir í 2. mgr. 3. gr. laganna, en sam-
kvæmt 2. mgr. 27. gr. laganna getur nefndin fundið að vinnubrögðum eða hátt-
semi lögmanns eða veitt honum viðvörun eða áminningu auk þess sem hún
getur lagt til við dómsmálaráðherra að lögmaður verði sviptur lögmannsrétt-
indum, telji hún hann hafa brotið gegn lögum eða siðareglum í störfum sínum.
Auk þess er unnt að leggja ágreining um endurgjald lögmanns fyrir nefndina,
sbr. 26. gr. laganna. Urskurðamefndin skal skipuð fimm mönnum, tveimur
kosnum af lögmannafélaginu eftir ákvæðum samþykkta þess, einum tilnefndum
31 Frumvaip til laga um lögmenn, 122. löggjafarþing 1997-98, þskj. 57, bls. 12-13.
243