Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 78

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 78
verið reist á öðrum lagareglum en nýrri reglu 2. mgr. 74. gr. stjskr. um neikvætt félagafrelsi. Hin nýja regla stjórnarskrárinnar veitir ekki aðeins ríka vernd gegn skyldu til aðildar að félögum heldur verður henni samkvæmt dómi Hæstaréttar einnig beitt um innbyrðis lögskipti skylduaðildarfélaga og félagsmanna þeirra. Verður jafnvel gengið svo langt að skýra 2. mgr. 74. gr. stjskr. á þann veg að óbein skylduaðild opinberra starfsmanna að stéttarfélögum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 94/198633 leiði til þess að stéttar- félögin geti ekki krafist hærri „félagsgjalda“ en þarf til að sinna lögboðnu hlutverki þeirra, þ.e. forsvari og gerð kjarasamninga við hið opinbera, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna? Brýtur það ekki gegn 2. mgr. 74. gr. stjskr. að skylda menn til að greiða fjármuni í formi félagsgjalda til stéttarfélaga ef þeim peningum er varið til annarrar starfsemi en kveðið er á um í lögum? Sú staðreynd að reglum félagaréttar var ekki beitt um ágreininginn milli lög- mannsins og lögmannafélagsins veldur vafa um réttarstöðu félaga sem skyldu- aðild er að eða mönnum er gert að greiða félagsgjöld til með lögum. Samkvæmt dómi Hæstaréttar hafði lögbundin skylduaðild að lögmannafélaginu það í för með sér að hefðbundnum sjónarmiðum félagaréttar um gildi samþykkta og ann- arra ákvarðana var vikið til hliðar gagnvart einstökum félagsmönnum án þess að almennu gildi þeirra innan félagsins væri raskað. Með dómi Hæstaréttar í lögmannafélagsmálinu virðist sköpuð sú regla að félagsmenn skylduaðildar- félaga þurfi almennt ekki að bregðast við ólögmætum ákvörðunum, andmæla þeim á vettvangi félagsins eða jafnvel hlutast til um ógildingu þeirra, telji þeir sér ekki skylt að taka þátt í kostnaði af þeim. Eftir dóm Hæstaréttar í lögmanna- félagsmálinu geta skylduaðildarfélög ekki lengur treyst á gildi meirihluta- ákvarðana jafnvel þótt þær séu teknar í samræmi við þær reglur sem gilda um starfsemi þeirra eða ákvæði samþykkta. Lög um lögmenn nr. 77/1998 bera þess greinileg merki að vera málamiðlun milli upphaflegrar ætlunar dómsmálaráðherra að afnema eftirlit og agavald lög- mannafélagsins algerlega og kröfu félagsins um að það færi áfram með þessi verkefni og skylduaðild lögmanna að því yrði ekki afnumin. Grundvallarbreyt- ingar hafa verið gerðar á stöðu og skipan lögmannafélagsins með nýju lögunum og þeirri skoðun hefur verið lýst að vafi leiki á hvort ný skipan þess og skylduaðild að því sé í samræmi við reglur um neikvætt félagafrelsi. Ekki verð- ur séð að þau verkefni sem lögin fela félaginu geri skylduaðild lögmanna nauð- synlega og þá ekki síst þegar litið er til þess að agavald félagsins yfir lögmönn- um er afnumið. Loks má nefna að það eru sterk rök fyrir því að fela samtökum lögmanna að setja reglur urn störf þeirra, fara með eftirlit með störfum lögmanna og veita 33 Samkvæmt ákvæðinu er opinberum starfsmönnum sem ekki eru í stéttarfélagi skylt að greiða til þess stéttarfélags sem þeir ættu að tilheyra gjald eins og þeir væru í því enda fari um laun þeirra og önnur starfskjör samkvæmt samningum þess. 246
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.