Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 12
Þetta er fræðilega áhugavert viðfangsefni, ekki síst þegar höfð eru í huga um- mæli sem fram komu í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 62/1994, þar sem lögð er mikil áhersla á stöðu laganna og ákvæða sáttmálans sem almennra laga. Er nánar vikið að þeim í öðrum kafla ritgerðarinnar. Eru í þessari ritgerð færð rök fyrir þeirri skoðun að í dómaframkvæmd Hæstaréttar íslands sé efnisákvæðum laganna, sem um leið eru efnisákvæði manméttindasáttmálans, beitt þannig að þau standa skör hærra en ákvæði almennra laga og fái í dómum Hæstaréttar efnislega stöðu grundvallarreglna sem njóta stjómskipulegrar vemdar. Bent er á að í heiti ritgerðarinnar er lögð áhersla á að greina beitingu laga nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Markmiðið er ekki að greina beitingu sáttmálans sérstaklega sem þjóðréttarskuldbindingar eða áhrif hans á íslenskan rétt að öðru leyti, nema að því leyti sem það þjónar þeim tilgangi að varpa ljósi á meginviðfangsefni ritgerðaiinnar. Nánar tiltekið er hér fjallað um beitingu þeirra reglna sáttmálans, og þar með laganna, sem mæla fyrir um rétt- indi til handa einstaklingum, til aðgreiningar frá þeim ákvæðum sem hafa að geyma almenn markmið samningsins og reglur um stofnanir og málsmeðferð fyrir þeim. I ritgerðinni verður vísað til laganna, þ.m.t. þessara efnisákvæði þeirra, með skammstöfuninni msel. 2. LÖGFESTING MANNRÉTTINDASÁTTMÁLA EVRÓPU í 1. gr. laga nr. 62/1994, sbr. og 1. gr. laga nr. 25/1998, segir að Mannréttinda- sáttmáli Evrópu hafi lagagildi á Islandi. Þar er átt við: (1) Samning frá 4. nóvem- ber 1950 um vemdun mannréttinda og mannfrelsis, með áorðnum breytingum samkvæmt samningsviðauka nr. 11 frá 11. maí 1994 varðandi endurskipulagningu á eftirlitskerfi samningsins, ásamt viðauka. (2) Samningsviðauka nr. 1 frá 20. mars 1952, með áorðnum breytingum samkvæmt viðauka nr. 11. (3) Samningsviðauka nr. 4 frá 16. september 1963 með áorðnum breytingum samkvæmt viðauka nr. 11. (4) Samningsviðauka nr. 6 frá 28. apríl 1983 varðandi afnám dauðarefsingar, með áorðnum breytingum samkvæmt viðauka nr. 11 og (5) Samningsviðauka nr. 7 frá 22. nóvember 1984 með áorðnum breytingum samkvæmt viðauka nr. 11. I 1. gr. msel. felst að efnisákvæði mannréttindasáttmálans og viðauka, sem vísað er til, hafa lagagildi á Islandi. I þessari ritgerð skiptir það máli að við þetta fá þau ákvæði sáttmálans og viðauka, sem mæla fyrir um réttindi einstaklinga, bein réttaráhrif, en það er eingöngu beiting þeirra ákvæða sem eru skoðuð í þessari ritgerð. Með lögfestingu sáttmálans er ákvæðum hans formlega skipað á bekk með almennum lögum. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 62/1994 er lögð áhersla á að ætlunin sé að ákvæði sáttmálans fái stöðu almennra laga. Um af- leiðingar þessa og afstöðu laganna til stjómarskrárinnar og annarra almennra laga segir m.a. í greinargerðinni: Lögfesting fmmvarpsins hefði þannig í för með sér að líta megi svo á að fyrirmæli eldri laga, sem kunna að reynast ósamþýðanleg ákvæðum sáttmálans, teldust að 346
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.