Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 12
Þetta er fræðilega áhugavert viðfangsefni, ekki síst þegar höfð eru í huga um-
mæli sem fram komu í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr.
62/1994, þar sem lögð er mikil áhersla á stöðu laganna og ákvæða sáttmálans sem
almennra laga. Er nánar vikið að þeim í öðrum kafla ritgerðarinnar. Eru í þessari
ritgerð færð rök fyrir þeirri skoðun að í dómaframkvæmd Hæstaréttar íslands sé
efnisákvæðum laganna, sem um leið eru efnisákvæði manméttindasáttmálans,
beitt þannig að þau standa skör hærra en ákvæði almennra laga og fái í dómum
Hæstaréttar efnislega stöðu grundvallarreglna sem njóta stjómskipulegrar vemdar.
Bent er á að í heiti ritgerðarinnar er lögð áhersla á að greina beitingu laga
nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Markmiðið er ekki að greina
beitingu sáttmálans sérstaklega sem þjóðréttarskuldbindingar eða áhrif hans á
íslenskan rétt að öðru leyti, nema að því leyti sem það þjónar þeim tilgangi að
varpa ljósi á meginviðfangsefni ritgerðaiinnar. Nánar tiltekið er hér fjallað um
beitingu þeirra reglna sáttmálans, og þar með laganna, sem mæla fyrir um rétt-
indi til handa einstaklingum, til aðgreiningar frá þeim ákvæðum sem hafa að
geyma almenn markmið samningsins og reglur um stofnanir og málsmeðferð
fyrir þeim. I ritgerðinni verður vísað til laganna, þ.m.t. þessara efnisákvæði
þeirra, með skammstöfuninni msel.
2. LÖGFESTING MANNRÉTTINDASÁTTMÁLA EVRÓPU
í 1. gr. laga nr. 62/1994, sbr. og 1. gr. laga nr. 25/1998, segir að Mannréttinda-
sáttmáli Evrópu hafi lagagildi á Islandi. Þar er átt við: (1) Samning frá 4. nóvem-
ber 1950 um vemdun mannréttinda og mannfrelsis, með áorðnum breytingum
samkvæmt samningsviðauka nr. 11 frá 11. maí 1994 varðandi endurskipulagningu
á eftirlitskerfi samningsins, ásamt viðauka. (2) Samningsviðauka nr. 1 frá 20. mars
1952, með áorðnum breytingum samkvæmt viðauka nr. 11. (3) Samningsviðauka
nr. 4 frá 16. september 1963 með áorðnum breytingum samkvæmt viðauka nr.
11. (4) Samningsviðauka nr. 6 frá 28. apríl 1983 varðandi afnám dauðarefsingar,
með áorðnum breytingum samkvæmt viðauka nr. 11 og (5) Samningsviðauka nr.
7 frá 22. nóvember 1984 með áorðnum breytingum samkvæmt viðauka nr. 11.
I 1. gr. msel. felst að efnisákvæði mannréttindasáttmálans og viðauka, sem
vísað er til, hafa lagagildi á Islandi. I þessari ritgerð skiptir það máli að við þetta
fá þau ákvæði sáttmálans og viðauka, sem mæla fyrir um réttindi einstaklinga,
bein réttaráhrif, en það er eingöngu beiting þeirra ákvæða sem eru skoðuð í
þessari ritgerð. Með lögfestingu sáttmálans er ákvæðum hans formlega skipað
á bekk með almennum lögum.
í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 62/1994 er lögð
áhersla á að ætlunin sé að ákvæði sáttmálans fái stöðu almennra laga. Um af-
leiðingar þessa og afstöðu laganna til stjómarskrárinnar og annarra almennra
laga segir m.a. í greinargerðinni:
Lögfesting fmmvarpsins hefði þannig í för með sér að líta megi svo á að fyrirmæli
eldri laga, sem kunna að reynast ósamþýðanleg ákvæðum sáttmálans, teldust að
346