Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 13
meginreglu falla niður við gildistöku laganna. Með því hins vegar að hér yrði um al-
menn lög að ræða yrðu ákvæði þeirra yfírleitt að víkja fyrir yngri lögum. Af þessu er
að sjálfsögðu ljóst að eitt helsta markmið frumvarpsins, að tryggja samræmi milli ís-
lensks landsréttar'og ákvæða mannréttindasáttmálans, næst ekki út af fyrir sig form-
lega til frambúðar með því einu að það verði að lögum fyrst unnt væri að virða þetta
markmið að vettugi með setningu yngri laga. Til þess að fyrirbyggja slíka þróun mála
þyrfti að veita þessum reglum stöðu stjómskipunarlaga, sem er ekki lagt til með þessu
frumvarpi þótt það geti vel verið æskileg þróun mála þegar til lengri tíma er litið. Þrátt
fyrir þetta er ekki hægt að gefa sér að yngri lög gætu vikið til hliðar ákvæðum mann-
réttindasáttmálans ef þetta frumvarp yrði að lögum. I því sambandi verður að minnast
þess að samþykkt þessa frumvarps mundi óhjákvæmilega orka þannig á skýringu nú-
gildandi reglna stjómarskrárinnar að yngri lög, sem kynnu að stangast á við ákvæði
mannréttindasáttmálans, kynnu um leið að teljast stríða gegn stjórnarskránni eins og
hún yrði skýrð í framtíðinni. Þá verður einnig að taka tillit til þess, að skuldbinding ís-
lenska ríkisins að þjóðarétti samkvæmt sáttmálanum stæði óhögguð þó að yngri lög
kynnu í tilteknu atriði að ganga fyrir ákvæðum laga um gildi mannréttindasáttmálans
að íslenskum landsrétti. Gætu því dómstólar með sama hætti og hingað til beitt
ákvæðum sáttmálans í úrlausnum sínum til skýringar á yngri lögum.1
Áþekkar hugleiðingar koma fram í greinargerð með frumvarpi til stjómskip-
unarlaga sem varð að lögum nr. 97/1995. Þar segir að ákvæði mannréttindasátt-
málans njóti ekki stöðu stjómskipunarlaga og því breyti þau í engu mannrétt-
indaákvæðum stjórnarskrárinnar. Þá er bent á að í athugasemdum við fmmvarp
til laga um Mannréttindasáttmála Evrópu sé lýst þeirri skoðun að lögfestingin
hafi allt að einu þau óbeinu áhrif að ríkari tilhneiging verði en áður til að beita
rúmri skýringu á stjómarskránni til samræmis við sáttmálann þar sem það gæti
átt við, en ákvæði stjómarskrárinnar séu fáorð og komin mjög til ára sinna.2
Úr þessum orðum höfunda frumvarpsins þykir mega lesa viðleitni til að
koma í veg fyrir að lögfesting sáttmálans raski viðurkenndum sjónarmiðum um
rétthæð réttarheimilda, sjónarmiðum um úrlausn árekstra milli ákvæða al-
mennra laga eða lögskýringar almennt. Meðal niðurstaðna í þessari ritgerð er að
þetta hafi ekki gengið að öllu leyti eftir í dómum Hæstaréttar.
3. SKÝRING ALMENNRA LAGA OG STJÓRNARSKRÁR TIL SAM-
RÆMIS VIÐ ÓLÖGFESTA ÞJÓÐRÉTTARSAMNINGA
Áður en raktir verða dómar sem fallið hafa eftir gildistöku laganna um
mannréttindasáttmálann þykir rétt að fara nokkrum orðum um beitingu Hæsta-
réttar íslands á þeirri reglu að skýra beri lög í samræmi við þjóðréttarskuldbind-
ingar. Þetta er mikilvægt baksvið þess sem síðar segir um þau áhrif sem lögin
um sáttmálann hafa haft við skýringu ákvæða stjómarskrárinnar.
1 Alþt. A 1992-1993 (þskj. 1160), bls. 5890.
2 Alþt. A 1994-1995 (þskj. 389), bls. 2080.
347