Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 14
Það er viðurkennd regla í íslenskri réttarframkvæmd og fræðikenningum að leitast eigi við að skýra ákvæði landsréttar til samræmis við þjóðréttarskuld- bindingar. Verður regla þessi hér til hægðarauka nefnd skýringarregla? Þessu til stuðnings er bent á eftirtalda dóma: H 1992 401 I málinu reyndi á skýringu þágildandi 108. gr. almennra hegningarlaga. I dómi meiri- hluta Hæstaréttar segir: „Við skýringu á 108. gr. ber samkvæmt almennum lögskýr- ingarreglum að hafa hliðsjón af 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Islands nr. 33/1944, en hún er þannig: ... Þessi lagaákvæði ber og að skýra með tilliti til þeirra skuldbind- inga um vernd, æru, persónu- og tjáningarfrelsis í alþjóðlegum mannréttindasáttmál- um, sem íslenska ríkið hefur fullgilt. Er þar að geta mannréttindasáttmála Evrópu, sem birtur var með auglýsingu nr. 11/1954, og Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og birtur var með auglýsingu nr. 10/1979“. Dómur þessi er gott dæmi um beitingu reglunnar við skýringu almennra laga. Þá virðist mega draga þá ályktun af orðalaginu að þessir sáttmálar hafi einnig áhrif á skýringu 72. gr. (nú 73. gr.) stjskr. Skýrari dæmi um þá aðferð verða þó nefnd síðar. H 1994 2497 Hald var lagt á fjölda myndbanda hjá I. Hann fékk þau aftur í hendur rúmum þrem- ur árum síðar, en engin opinber rannsókn var höfð uppi gagnvart honum. í dómi Hæstaréttar segir: „í 6. gr. Evrópuráðssamnings um verndun mannréttinda og mann- frelsis frá 4. nóvember 1950, sem birtur var hér á landi með auglýsingu nr. 11/1954 og veitt var lagagildi ásamt síðari viðaukum með lögum nr. 62/1994, segir meðal annars, að sakaður maður eigi rétt til réttlátrar og opinberrar málshöfðunar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Hann skal án tafar fá vit- neskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar kæru, sem hann sætir“. Síðar segir í dóminum: „Þótt hinni umræddu haldlagningu hjá gagnáfrýjanda hafi ekki verið áfátt að lögum, verður engu að síður að telja, að meðferð málsins hjá rannsóknaraðilum, sem á eftir fór og að framan er lýst, hafi verið svo andstæð þeim rétti sakaðra manna, sem varinn er í lögum og skýra verður með hliðsjón af mannréttindasáttmála Evrópu, að gagnáfrýjanda beri bætur eftir grunnreglum síðari málsliðar 2. tl. 151. gr., sbr. 3. tl. 154. gr., þágildandi laga nr. 74/1974, sbr. nú b-lið 176. gr. laga nr. 19/1991“. Bent er á að atvik málsins gerðust fyrir gildistöku laga nr. 62/1994, þótt dóm- ur Hæstaréttar hafi verið kveðinn upp eftir gildistöku þeirra. Þessi dómur er fyrst og fremst dæmi um beitingu reglunnar um skýringu landsréttar í samræmi við þjóðréttarskuldbindingar, í þessu tilviki Mannréttindasáttmála Evrópu. 3 í H 1988 1532 er í héraðsdómi talað um almenna líkindareglu við lögskýringar. 348
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.