Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 16
í 2. gr. viðauka nr. 1 við Evrópuráðssamning um verndun mannréttinda og mann- frelsis frá 4. nóvember 1950 er kveðið á um að engum manni skuli synjað um rétt til menntunar. I 14. gr. samningsins sjálfs er sagt að réttindi þau um frelsi, sem lýst sé í samningnum, skuli tryggð án nokkurs manngreinarálits. Verður að skilja það svo að ákvæðið taki einnig til frelsis til mennta og eigi þannig að tryggja jafnrétti til náms. Samningur þessi öðlaðist lagagildi á íslandi með lögum nr. 62/1994 um mannrétt- indasáttmála Evrópu. Fyrir þann tíma var talið rétt að skýra íslensk lög til samræm- is við ákvæði samningsins, enda er það viðurkennd regla að norrænum rétti að skýra lög til samræmis við alþjóðasamninga, sem ríki hefur staðfest, eftir því sem kostur er. Framangreind ákvæði mannréttindasáttmálans eru einnig í samræmi við jafnræð- isreglu 65. gr. stjómarskrár lýðveldisins Islands nr. 33/1944, sbr. 3. gr. stjórnskipun- arlaga nr. 97/1995, en hún var áður meðal ólögfestra grandvallarreglna í íslenskri stjómskipun. í dómi Hæstaréttar er sérstaklega tekið fram að fyrir lögtöku Mannréttinda- sáttmála Evrópu hafi átt að skýra íslensk lög til samræmis við sáttmálann. Ástæðan er sú að í dóminum er fjallað um atvik sem að mestu áttu sér stað fyr- ir setningu laga nr. 62/1994. Allt að einu er talið að fyrir lögfestingu hans hafi sáttmálinn átt að hafa þau áhrif að skýra hafí átt íslensk lög til samræmis við hann. Þjóðréttarskuldbindingar eru hér augljóslega látnar hafa mikil áhrif á skýr- ingu og beitingu landsréttar, þótt að formi til sé það gert innan ramma kenning- arinnar um tvíeðli þjóðaréttar og landsréttar og reglunnar um að skýra beri lands- rétt til samræmis við þjóðréttarskuldbindingar. Hæstiréttur byggir ekki með beinum hætti á öðrum þeim þjóðréttarreglum sem R byggði málatilbúnað sinn á. Athyglisvert er að Hæstiréttur kveður upp úr um það berum orðum að það sé viðurkennd regla í norrænum rétti að skýra skuli lög, eftir því sem kostur er, til samræmis við alþjóðasamninga, sem ríki hefur staðfest. Ekki er þó víst að á það yrði fallist t.d. í dönskum rétti að ólögfestir þjóðréttarsamningar geti haft slík áhrif á skýringu dönsku stjómarskrárinnar þar sem almennt er litið svo á að skýringarreglan eigi fyrst og fremst við um skýringu almennra laga en ekki ákvæði stjórnarskrárinnar.5 Dómur þessi, að því leyti sem alþjóðasamningar em látnir hafa þýðingu við skýringu 65. gr. stjórnarskrárinnar, gengur að því leyti lengra en t.d. í dönskum rétti, en þjóðréttarskuldbindingar em hér látnar orka með þeim hætti á skýringu stjómarskrár að almenn lög em talin andstæð henni.6 Geta má sér þess til að markmið stjómarskrárgjafans með stjómskipunarlögum 5 Sjá t.d. Spiermann: „Hpjesterets anvendelse af folkeret i det 20. arhundrede" (2001), bls. 1-29, einkum bls. 29. Þar kemur fram í 3. lið í niðurstöðum að skýringarreglunni (tolkningsreglen) verði almennt ekki beitt þegar ákvæði stjórnarskrárinnar eiga í hlut. 6 Sams konar tilvísun til norræns réttar er að finna í dómi Hæstaréttar frá 19. desember 2000 (öryrkjadómur). I þeim dómi eru þjóðréttarsamningar þeir sem vitnað er til látnir hafa áhrif á skýr- ingu ákvæða stjómarskrár, þ.e. einkum 76. gr., en einnig 65. gr. Ákvæði almannatryggingalaga nr. 117/1993 vom síðan talin andstæð ákvæðum stjórnarskrárinnar eins og þau bar að skýra í ljósi þjóðréttarreglna þeirra sem til er vitnað. Aftur er hér vísað til þess að það sé almenn regla í „nor- rænum rétti“ að skýra skuli lög til samræmis við alþjóðasamninga, þótt fyrst og fremst sé verið að 350
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.