Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 17
nr. 95/1997 ráði hér talsverðu um þessa aðferðafræði Hæstaréttar, sbr. það sem rakið er hér að framan. í H 2000 4480 er einnig að finna mjög skýrt dæmi um þau áhrif sem ólögfestir þjóðréttarsamningar hafa við skýringu ákvæða stjórn- arskrárinnar. Um það efni segir í dóminum: Svo sem áður greinir verður að telja að í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar felist ákveðin lágmarksréttindi, sem miðuð séu við einstakling. Þrátt fyrir svigrúm al- menna löggjafans til mats á því, hvemig þessi lágmarksréttindi skuli ákvörðuð, geta dómstólar ekki vikið sér undan því að taka afstöðu til þess, hvort það mat samrým- ist grundvallarreglum stjómarskrárinnar. Þegar litið er til skipulags réttinda örorku- lífeyrisþega samkvæmt almannatryggingalögum og þeirra afleiðinga, sem í raun geta af því leitt fyrir einstaklinga, verður þetta skipulag ekki talið tryggja þeim þau lág- marksréttindi, sem í framangreindu stjórnarskrárákvæði felast, á þann hátt að þeir fái notið þeirra mannréttinda, sem 65. gr. stjómarskrárinnar mælir þeim, svo sem það ákvæði verður skilið að íslenskum rétti, sbr. 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem var fullgiltur af Islands hálfu 22. ágúst 1979, (Stjórn- artíðindi C nr. 10/1979) og 9. gr. fyrmefnds alþjóðasamnings um efnahagsleg, félags- leg og menningarleg réttindi. I samræmi við það, sem að ofan greinir, er fallist á þá kröfu gagnáfrýjanda, að viðurkennt verði að óheimilt hafi verið að skerða tekjutrygg- ingu örorkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 á þann hátt sem gert er í 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. Hér ber einnig að nefna H 2000 1534 (kvótadómurinn síðari). Þar segir m.a: Ríkir og augljósir almannahagsmunir eru bundnir við vemdun og hagkvæma nýtingu fiskistofna á íslandsmiðum. Hefur íslenska ríkið og skuldbundið sig að þjóðarétti til þess að tryggja skynsamlega nýtingu þessarar auðlindar samkvæmt 61. gr. og 62. gr. hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. auglýsingu nr. 7/1985 í C- deild Stjóm- artíðinda. Ráðstafanir til að koma í veg fyrir ofveiði með aflatakmörkunum eru nauð- synlegur þáttur í vemdun og skynsamlegri nýtingu fiskstofna. Krefjast almannahags- munir þess að frelsi manna til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni séu settar skorður af þessum sökum. Stendur ákvæði 75. gr. stjómarskrárinnar ekki í vegi því að með lögum sé mælt fyrir um takmarkanir á leyfilegum heildarafla úr einstökum nytja- stofnum eftir því, sem nauðsyn ber til, sbr. einnig dóm Hæstaréttar 3. desember 1998, bls. 4076 í dómasafni. í þessum dómi er athyglisverð tilvísun Hæstaréttar Islands til 61. og 62. gr. Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Óljóst er þó af rökstuðningi Hæstarétt- ar hvaða tilgangi hún þjónar. Virðist þrennt koma til greina í því sambandi. í fyrsta lagi má líta svo á að tilvitnuð ákvæði hafréttarsáttmálans séu, ásamt öðrum atvikum sem til er vísað, notuð sem grundvöllur til að skjóta stoðum fjalla um skýringu ákvæða stjómarskrár. Sjá ennfremur Sigurð Líndal: „Um lagasetningarvald dómstóla". (2002), bls. 101-128, sbr. einkum bls. 115-116 þar sem dómurinn er skýrður þannig að Hæstiréttur hafi sett nýja reglu til viðbótar ákvæði 76. gr. stjskr., þ.e. að löggjafanum beri að tryggja tiltekin lágmarksréttindi til framfærslu fjölskyldu. 351
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.