Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 18
undir lögmæti þeirra takmarkana á atvinnufrelsi sem viðurkennt er að felist í stjómkerfi fiskveiða og til stuðnings þeirri niðurstöðu að takmarkanimar full- nægi þeim áskilnaði að skerðingarnar hvíli á nægilegri lagastoð og samræmist að því leyti 75. gr. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þessari skýringu á dóminum hefur ólögfestri þjóðréttarreglu verið beitt, ásamt öðmm reglum, í málinu, til að löghelga íþyngjandi ráðstafanir ríkisvaldsins gagnvart þegnunum. Sé þetta rétt- ur skilningur á dóminum er ólögfest þjóðréttarregla látin hafa áhrif að landsrétti sem em umfram það sem rúmast getur innan reglunnar um tvíeðli þjóðaréttar og landsréttar. í öðra lagi má skilja tilvísun til ákvæða hafréttarsáttmálans svo að þau séu látin hafa áhrif á skýringu ákvæðis 75. gr. stjómarskrárinnar. Röksemdafærslan er þá þessi: Samkvæmt hafréttarsáttmálanum hefur íslenska ríkið skuldbundið sig að þjóðarétti til að tryggja verndun og skynsamlega nýtingu fiskistofnanna í hafinu umhverfis landið. Þá er tekið fram að ráðstafanir til að koma í veg fyrir ofveiði með aflatakmörkunum séu nauðsynlegur þáttur í vemdun og skynsam- legri nýtingu fiskistofna og af því leiði að almannahagsmunir krefjist þess að frelsi manna til að stunda fískveiðar í atvinnuskyni séu settar skorður af þess- um sökum. Sé þessi skilningur réttur er dómurinn í samræmi við þá aðferð sem notuð hefur verið í öðmm dómum þar sem þjóðréttarskuldbindingar hafa áhrif á skýringu ákvæða stjórnarskrárinnar. Það er aftur á móti óvenjulegt að ólög- festar þjóðréttarreglur séu með þessum hætti notaðar til að réttlæta takmarkan- ir sem samkvæmt almennum lagaviðhorfum þurfa að hvfla á ótvíræðri lagastoð. Þess ber þó að geta að takmarkanir á atvinnufrelsi í þessu tilviki hvfldu einnig á lagastoð, en ákvæði hafréttarsáttmálans, sem til er vitnað, eru látin styðja þá niðurstöðu að þær takmarkanir rúmist innan stjómarskrárinnar. í þriðja lagi má skilja það svo að tilvísun til þjóðréttarskuldbindinga sam- kvæmt í hafréttarsáttmálanum þjóni þeim tilgangi með öðmm atriðum, að rök- styðja að fullnægt sé því skilyrði 75. gr. stjskr. að almannahagsmunir krefjist þess að takmarkanir séu settar við frelsi manna til að stunda fiskveiðar. Það er þó erfitt að sjá að önnur réttlægri réttarregla, sem auk þess hefur ekki bein laga- áhrif í íslenskum rétti, eigi að geta bundið hendur dómstóla eða löggjafans við mat á þessu skilyrði. I öllu falli verður afleiðingin sú að ólögfest þjóðréttarregla er notuð til að rökstyðja takmarkanir á réttindum sem stjómarskráin annars vemdar. Það eitt og sér er ekki í samræmi við það meginviðhorf að skýring til samræmis við ólögfestar þjóðréttarreglur verði aðallega beitt til að styrkja rétt- arvernd einstaklinga, en ekki til að réttlæta takmörkun réttinda. Einnig má hér nefna H 1999 1709 þar sem vísað er til Vínarsamnings um vemd ósonlagsins dags. 22. mars 1985 og Montrealbókunar dags. 16. septem- ber 1987 um efni, sem valda rýrnun ósonlagsins, sbr. og síðari breytingar á henni til að skjóta rótum undir heimildir ráðherra til að takmarka innflutning á vetnisflúorkolefnum. Það er ekki að öllu leyti skýrt hvort Hæstiréttur vísar til þessara samninga til stuðnings þeirri skýringu 2. mgr. 29. gr. laga nr. 52/1988, að hún feli í sér nægilega heimild fyrir ráðherra til að takmarka innflutninginn, 352
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.