Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 19
eða hvort vísað er til efnisákvæða þeirra beint til að löghelga þær takmarkanir. I fyrra tilvikinu fellur dómurinn að meginreglunni um að skýra beri lög til sam- ræmis við þjóðréttarskuldbindingar, í þessu tilviki til að skjóta rótum undir skýringu sem felur í sér ríkari takmarkanir á atvinnufrelsi en orðalag laga kynni annars að gefa tilefni til. Nefndir alþjóðasamningar eru þá notaðir til stuðnings þeirri niðurstöðu að takmarkanimar samræmist 75. gr. stjómarskrárinnar. Sam- kvæmt síðari skýringarkostinum hefur ólögfestri þjóðréttarreglu verið beitt, ásamt öðmm reglurn til að löghelga íþyngjandi ráðstafanir ríkisvaldsins gagn- vart þegnunum. Ef sá skýringarkostur er valinn hefur ólögfest þjóðréttarregla verið látin hafa áhrif að landsrétti sem eru umfram það sem rúmast getur innan reglunnar um tvíeðli þjóðréttar og landsréttar. Vert er að benda á að í dómi Hæstaréttar H 1995 1444 (fulltrúadómur), sem nánar er rakinn síðar, segir m.a.: „Hæstiréttur hafði fyrir gildistöku laga nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu kveðið á um það í dómum sínum að skýra bæri íslensk lög til samræmis við sáttmálann, sbr. H 1990 2, H 1992 92, H 1992 174, H 1992 401“ (leturbreyt. ritstj.). Samkvæmt þessu telur Hæstirétt- ur að reglunni um skýringu landsréttar til samræmis við þjóðarétt hafi verið beitt í þessum dómum öllum. Þetta er þó varla einhlít skýring á H 1990 2 og H 1992 174. Færa má rök fyrir að í báðum þessum málum sé gengið mun lengra en rúm- ast getur innan reglunnar um skýringu landsréttar í samræmi við þjóðarétt. Eink- um á það við um H 1992 174 sem í reynd er erfitt að skýra með öðrum hætti en þeim að ólögfestri þjóðréttarreglu hafi verið beitt sem réttarheimild.7 Fleiri dóma Hæstaréttar mætti nefna þar sem rétturinn beitir þeirri reglu að skýra beri lög (og stjórnarskrá) til samræmis við þjóðréttarskuldbindingar. 1 H 1989 28 eru þjóðréttarsamningar nefndir „lögskýringargögn“.8 I H 1994 2632 var höfð hliðsjón af mannréttindasáttmálanum við túlkun ákvæða 1. mgr. 13. eldri lögræðislaga nr. 68/1984 um bráðabirgðavistun.9 Atvik málsins gerðust fyrir gildistöku laga nr. 62/1994 og virðist dómurinn endurspegla það. Einnig má hér minna á H 1988 1532 þar sem vísað er í héraðsdómi til „almennrar lík- indareglu“ um samræmi laga og þjóðréttarskuldbindinga. Af þeim dómum sem raktir hafa verið um beitingu reglunnar um skýringu laga til samræmis við þjóðréttarsamninga, og þ.m.t. Mannréttindasáttmála Evr- ópu fyrir lögfestingu hans, þykir mega draga eftirtaldar ályktanir: (i) Það er við- tekin regla í íslenskum rétti að skýra beri lög til samræmis við þjóðréttarsamn- inga eftir því sem kostur er. Virðist þetta að meginstefnu geta átt við um alla 7 Sjá einnig H 1993 147 þar sem málsmeðferð hjá ríkissaksóknara var talin andstæð 6. gr. Mann- réttindasáttmála Evrópu, en sáttmálinn hafði þá ekki verið lögfestur. 8 Um hugtakið lögskýringargögn sjá nánar Armann Snævarr: Almenn lögfræði (1989), bls. 381- 402. Þar er miðað við þrönga skilgreiningu þess hugstaks og það talið ná til þess sem nefna má und- irbúningsgögn sem verða til við undirbúning lagasetningar og við meðferð frumvarps á Alþingi. Til hliðsjónar sjá Davíð Þór Björgvinsson: Lögskýringar (1996), þar sem þessi hugtakanotkun er skýrð. 9 Sjá nú lögræðislög nr. 71/1997. 353
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.