Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 19
eða hvort vísað er til efnisákvæða þeirra beint til að löghelga þær takmarkanir.
I fyrra tilvikinu fellur dómurinn að meginreglunni um að skýra beri lög til sam-
ræmis við þjóðréttarskuldbindingar, í þessu tilviki til að skjóta rótum undir
skýringu sem felur í sér ríkari takmarkanir á atvinnufrelsi en orðalag laga kynni
annars að gefa tilefni til. Nefndir alþjóðasamningar eru þá notaðir til stuðnings
þeirri niðurstöðu að takmarkanimar samræmist 75. gr. stjómarskrárinnar. Sam-
kvæmt síðari skýringarkostinum hefur ólögfestri þjóðréttarreglu verið beitt,
ásamt öðmm reglurn til að löghelga íþyngjandi ráðstafanir ríkisvaldsins gagn-
vart þegnunum. Ef sá skýringarkostur er valinn hefur ólögfest þjóðréttarregla
verið látin hafa áhrif að landsrétti sem eru umfram það sem rúmast getur innan
reglunnar um tvíeðli þjóðréttar og landsréttar.
Vert er að benda á að í dómi Hæstaréttar H 1995 1444 (fulltrúadómur), sem
nánar er rakinn síðar, segir m.a.: „Hæstiréttur hafði fyrir gildistöku laga nr.
62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu kveðið á um það í dómum sínum að
skýra bæri íslensk lög til samræmis við sáttmálann, sbr. H 1990 2, H 1992 92,
H 1992 174, H 1992 401“ (leturbreyt. ritstj.). Samkvæmt þessu telur Hæstirétt-
ur að reglunni um skýringu landsréttar til samræmis við þjóðarétt hafi verið beitt
í þessum dómum öllum. Þetta er þó varla einhlít skýring á H 1990 2 og H 1992
174. Færa má rök fyrir að í báðum þessum málum sé gengið mun lengra en rúm-
ast getur innan reglunnar um skýringu landsréttar í samræmi við þjóðarétt. Eink-
um á það við um H 1992 174 sem í reynd er erfitt að skýra með öðrum hætti en
þeim að ólögfestri þjóðréttarreglu hafi verið beitt sem réttarheimild.7
Fleiri dóma Hæstaréttar mætti nefna þar sem rétturinn beitir þeirri reglu að
skýra beri lög (og stjórnarskrá) til samræmis við þjóðréttarskuldbindingar. 1 H
1989 28 eru þjóðréttarsamningar nefndir „lögskýringargögn“.8 I H 1994 2632
var höfð hliðsjón af mannréttindasáttmálanum við túlkun ákvæða 1. mgr. 13.
eldri lögræðislaga nr. 68/1984 um bráðabirgðavistun.9 Atvik málsins gerðust
fyrir gildistöku laga nr. 62/1994 og virðist dómurinn endurspegla það. Einnig
má hér minna á H 1988 1532 þar sem vísað er í héraðsdómi til „almennrar lík-
indareglu“ um samræmi laga og þjóðréttarskuldbindinga.
Af þeim dómum sem raktir hafa verið um beitingu reglunnar um skýringu
laga til samræmis við þjóðréttarsamninga, og þ.m.t. Mannréttindasáttmála Evr-
ópu fyrir lögfestingu hans, þykir mega draga eftirtaldar ályktanir: (i) Það er við-
tekin regla í íslenskum rétti að skýra beri lög til samræmis við þjóðréttarsamn-
inga eftir því sem kostur er. Virðist þetta að meginstefnu geta átt við um alla
7 Sjá einnig H 1993 147 þar sem málsmeðferð hjá ríkissaksóknara var talin andstæð 6. gr. Mann-
réttindasáttmála Evrópu, en sáttmálinn hafði þá ekki verið lögfestur.
8 Um hugtakið lögskýringargögn sjá nánar Armann Snævarr: Almenn lögfræði (1989), bls. 381-
402. Þar er miðað við þrönga skilgreiningu þess hugstaks og það talið ná til þess sem nefna má und-
irbúningsgögn sem verða til við undirbúning lagasetningar og við meðferð frumvarps á Alþingi. Til
hliðsjónar sjá Davíð Þór Björgvinsson: Lögskýringar (1996), þar sem þessi hugtakanotkun er
skýrð.
9 Sjá nú lögræðislög nr. 71/1997.
353