Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 21
hætti tengd alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, þ.m.t. Mannréttindasáttmála Evrópu. Afleiðingar þessa eru margháttaðar eins og síðar kemur fram í þessari ritgerð. Ein er sú að erfitt er að skýra til hlítar raunverulega stöðu efnisákvæða sáttmálans með vísan til formlegrar stöðu þeirra sem almennra laga. Minna má á að fyrir gildistöku sáttmálans var þegar farið að beita þeirri aðferð að skýra ákvæði stjómarskrárinnar til samræmis við hliðstæð ákvæði í mannréttindasátt- málanum, sbr. kaflann hér á undan. Verða nú raktir nokkrir dómar sem vitna um beitingu msel. við skýringu stjórnarskrárinnar. H 1995 1444 (fulltrúadómur)12 í málinu var m.a. fjallað um það hvort það fyrirkomulag að láta dómarafulltrúa ann- ast dómstörf í eigin nafni og á eigin ábyrgð væri samrýmanlegt 2. gr. stjórnarskrár- innar og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, en dómarafulltrúar störfuðu samkvæmt heimild í 6. gr. laga nr. 92/1989. Eftir ítarlegan og langan rökstuðning segir í dómi Hæstaréttar: „Verður því að fallast á það að staða dómarafulltrúa, eins og henni er nú fyrir komið, uppfylli ekki grunnreglur stjórnarskrár um sjálfstæði dómsvaldsins, svo sem þær verða skýrðar með hliðsjón af 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um sjálfstæða og óvilhalla dómara, til þess að þeir geti á eigin ábyrgð farið með þau dómstörf..." Hér skiptir mestu máli að í dóminum segir berum orðum að skýra verði ákvæði stjómarskrárinnar um sjálfstæði dómsvaldsins með hliðsjón af msel., nánar 1. mgr. 6. gr. sáttmálans. Þessi aðferð er vissulega í góðu samræmi við ráðagerðir í gréinargerð með fmmvarpi til laga um mannréttindasáttmála Evr- ópu sem vísað er til hér að framan. Annað skýrt dæmi um þýðingu mannréttindasáttmálans við skýringu ákvæða stjórnarskrárinnar er dómur Hæstaréttar frá 14. nóvember 2002 í máli nr. 167/2002. Alþýðusamband Islands höfðaði mál gegn íslenska ríkinu o.fl. til viðurkenningar á því að stéttarfélög innan vébanda sambandsins hefðu verkfallsrétt, þrátt fyrir 1., 2. og 3. gr. laga nr. 34/2001 um kjaramál fiskimanna og fleira, sem settu verkfallsrétti þeirra skorður. Var á því byggt að með setningu laganna hefði verið brotið gegn samningsfrelsi og verkfallsrétti stéttarfélaga sem verndað sé með félagafrelsisákvæði 74. gr. stjómarskrárinnar og jafnframt 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. í dómi héraðsdóms er fjallað um tilvitnuð ákvæði og baksvið þeirra og m.a. bent á að við fyllingu 1. mgr. 11. gr. mannréttindasáttmálans hafi verið leitað fanga í Félagsmála- sáttmála Evrópu frá árinu 1961, sem fullgiltur hafi verið af íslands hálfu 15. janúar 12 Fleiri dómar féllu á sama veg. í H 1995 1525 var vísað til H 1995 1444 og sagt að þar hefði Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu „að staða dómarafulltrúa, eins og henni er nú fyrir komið uppfylli ekki grunnreglur stjómarskrár um sjálfstæði dómsvaldsins". Sjá einnig sömu niðurstöðu í H 1995 1536, 2538, 1540, 1570, 1594, 1596, 1597, 1598, 1599, 1600, 1603, 1604, 1605. 1606, 1607,1608,1609,1610, 1611,1613,1614,1615,1616,1617,1618,1623,1625,1626,1627,1628, 1629. 355
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.