Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 27
hafi ekki veitt viðunandi frest til aðalmeðferðar málsins „svo sem varnaraðila er m.a.
áskilinn í b-lið 3. mgr. 6. gr. samnings um vemdun mannréttinda og mannfrelsis, sbr.
lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu".
í þessum dómi er ákvæði b-liðar 3. mgr. 6. gr. sáttmálans beitt og komist að
þeirri niðurstöðu að héraðsdómari hafi ekki veitt aðilum viðunandi frest sam-
kvæmt ákvæðinu til að undirbúa sig fyrir aðalmeðferð.
Með lögfestingu sáttmálans fengu efnisákvæði hans beina réttarverkan í ís-
lenskum rétti, eftir því sem efni þeirra gefur tilefni til. Dómar þessir endur-
spegla þá staðreynd og gefa ekki sérstakt tilefni til frekari athugasemda.
4.3 Áhrif msel. við skýringu ákvæða almennra laga
í þriðja lagi má nefna dóma þar sem ákvæði msel. eru ráðandi um skýringu
ákvæða almennra laga með hliðstæðum hætti og ákvæði stjórnarskrár. Skýrt
dæmi um þetta er H 1995 408.
Mál var höfðað vegna ærumeiðandi ummæla í Pressunni í garð fyrirtækisins Gallerí
Borg (atvik málsins gerðust fyrir lögfestingu mannréttindasáttmálans). í dómi
Hæstaréttar segir: „Við skýringu á lagareglum, sem vernda æru manna, ber að hafa
hliðsjón af þeim grundvallarreglum um frelsi manna til að tjá sig í ræðu og riti, sem
felast í 72. gr. stjómarskrár lýðveldisins íslands nr. 33/1944, sbr. meðal annars einnig
10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem nú hefur verið lögfestur hér á landi með
lögum nr. 62/1994“. Þá er því bætt við að fyrirtæki sem bjóða þjónustu sína verði að
þola gagnrýni um þá starfsemi í meira mæli en aðrir. Lögð er áhersla á að fjölmiðl-
ar hafi mikilvægu hlutverki að gegna í nútímaþjóðfélagi, og játa verði blaðamönnum
frelsi til tjáningar. Engu að síður var talið að ummælin sem stefnt var út af hefðu far-
ið út fyrir hæfilega gagnrýni.
í þessum dómi hafa msel. þýðingu við skýringu íslenskra lagareglna um
vernd æru manna með hliðstæðum hætti og stjórnarskráin. I þessari framsetn-
ingu fá lögin sem lögfesta sáttmálann nokkra sérstöðu gagnvart lagareglum um
vemd æm manna að því leyti, að hann hefur þýðingu við skýringu laganna með
hliðstæðum hætti og sjálf stjómarskráin. Áhrif ákvæða sáttmálans við skýringu
lagareglna um vemd æru manna eru jafnframt einhliða, ef svo má að orði kom-
ast, þar sem ekki er gert ráð fyrir að þessar lagareglur, þótt formlega hafi sömu
stöðu og ákvæði msel., geti haft áhrif á skýringu þeirra síðarnefndu. Hér er því
ekki um að ræða eiginlega samræmisskýringu, þar sem leitast er við að skýra
lagareglur sem hafa sömu stöðu þannig að samræmi fáist, en viðtekin viðhorf
réttarheimildafræðinnar em þau að þetta sé fyrst reynt við aðstæður sem þess-
ar. Fremur virðast ákvæði sáttmálans sett framar ákvæðum hegningarlaga um
vemd æru manna, eins og þau væru æðri lög (lex superior).17
17 Ákvæði 10. gr. sáttmálans ásamt ákvæði stjómarskrár var beitt með hliðstæðum hætti í sérat-
kvæði í H 1995 752.
361