Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 27
hafi ekki veitt viðunandi frest til aðalmeðferðar málsins „svo sem varnaraðila er m.a. áskilinn í b-lið 3. mgr. 6. gr. samnings um vemdun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu". í þessum dómi er ákvæði b-liðar 3. mgr. 6. gr. sáttmálans beitt og komist að þeirri niðurstöðu að héraðsdómari hafi ekki veitt aðilum viðunandi frest sam- kvæmt ákvæðinu til að undirbúa sig fyrir aðalmeðferð. Með lögfestingu sáttmálans fengu efnisákvæði hans beina réttarverkan í ís- lenskum rétti, eftir því sem efni þeirra gefur tilefni til. Dómar þessir endur- spegla þá staðreynd og gefa ekki sérstakt tilefni til frekari athugasemda. 4.3 Áhrif msel. við skýringu ákvæða almennra laga í þriðja lagi má nefna dóma þar sem ákvæði msel. eru ráðandi um skýringu ákvæða almennra laga með hliðstæðum hætti og ákvæði stjórnarskrár. Skýrt dæmi um þetta er H 1995 408. Mál var höfðað vegna ærumeiðandi ummæla í Pressunni í garð fyrirtækisins Gallerí Borg (atvik málsins gerðust fyrir lögfestingu mannréttindasáttmálans). í dómi Hæstaréttar segir: „Við skýringu á lagareglum, sem vernda æru manna, ber að hafa hliðsjón af þeim grundvallarreglum um frelsi manna til að tjá sig í ræðu og riti, sem felast í 72. gr. stjómarskrár lýðveldisins íslands nr. 33/1944, sbr. meðal annars einnig 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem nú hefur verið lögfestur hér á landi með lögum nr. 62/1994“. Þá er því bætt við að fyrirtæki sem bjóða þjónustu sína verði að þola gagnrýni um þá starfsemi í meira mæli en aðrir. Lögð er áhersla á að fjölmiðl- ar hafi mikilvægu hlutverki að gegna í nútímaþjóðfélagi, og játa verði blaðamönnum frelsi til tjáningar. Engu að síður var talið að ummælin sem stefnt var út af hefðu far- ið út fyrir hæfilega gagnrýni. í þessum dómi hafa msel. þýðingu við skýringu íslenskra lagareglna um vernd æru manna með hliðstæðum hætti og stjórnarskráin. I þessari framsetn- ingu fá lögin sem lögfesta sáttmálann nokkra sérstöðu gagnvart lagareglum um vemd æm manna að því leyti, að hann hefur þýðingu við skýringu laganna með hliðstæðum hætti og sjálf stjómarskráin. Áhrif ákvæða sáttmálans við skýringu lagareglna um vemd æru manna eru jafnframt einhliða, ef svo má að orði kom- ast, þar sem ekki er gert ráð fyrir að þessar lagareglur, þótt formlega hafi sömu stöðu og ákvæði msel., geti haft áhrif á skýringu þeirra síðarnefndu. Hér er því ekki um að ræða eiginlega samræmisskýringu, þar sem leitast er við að skýra lagareglur sem hafa sömu stöðu þannig að samræmi fáist, en viðtekin viðhorf réttarheimildafræðinnar em þau að þetta sé fyrst reynt við aðstæður sem þess- ar. Fremur virðast ákvæði sáttmálans sett framar ákvæðum hegningarlaga um vemd æru manna, eins og þau væru æðri lög (lex superior).17 17 Ákvæði 10. gr. sáttmálans ásamt ákvæði stjómarskrár var beitt með hliðstæðum hætti í sérat- kvæði í H 1995 752. 361
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.