Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 30
H 1996 1998 Fulltrúi við Héraðsdóm Vesturlands kvað upp úrskurð um framlengingu gæsluvarð- halds yfir ákærðu, en úrskurðurinn var byggður á 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Við þingfestingu málsins í héraði hafði sami dómarafulltrúi háð þinghaldið og birt ákæruna. Var því haldið fram af hálfu ákærðu að þetta ætti að leiða til þess að Hæsti- réttur ómerkti málsmeðferðina í héraði án kröfu. I dómi Hæstaréttar segir m.a.: „... er ekki óeðlilegt, að ákærðu geti haft af því beyg, að sú hafi verið raunin og að hér- aðsdómarinn væri ekki óvilhallur vegna fyrri afskipta embættis hans af málinu. Telja verður, eins og hér hagar til, að sá beygur geti verið á rökum reistur frá hlutlægu sjón- armiði. Samkvæmt 6. gr. laga nr. 19/1991. sbr. g-lið 5. gr. laga nr. 91/1991, og 70. gr. stjómarskrár lýðveldisins Islands nr. 33/1944, sbr. 8. gr. stjómskipunarlaga nr. 97/1995, sbr. og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögleiddur var með lögum nr. 62/1994, verður því að telja héraðsdómarann vanhæfan til að fara með málið. Samkvæmt heimild í 1. mgr. 156. gr laga nr. 19/1991, sbr. 16. gr. laga nr. 37/1994, er rétt að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferðina í héraði í heild og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju, þar sem héraðsdóm- arinn og fulltrúi hans hafi ekki að réttum lögum mátt fara með málið“. Hér er eins og í fyrri málum vísað til stjómarskrárinnar og Mannréttindasátt- mála Evrópu saman. Um orðalag dómsins eiga við sömu athugasemdir og að framan.19 Að nokkm leyti hliðstæða beitingu sáttmálans er að finna í H 1995 2172, þar sem vísað er til „alþjóðasamninga". Atvik voru þau að dómarafulltrúi kvað upp úrskurð um framlengingu gæsluvarð- halds. Sakborningur kærði úrskurðinn til Hæstaréttar og bar fyrir sig að það stæðist ekki 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar að dómarafulltrúi kvæði upp gæsluvarðhalds- úrskurði. Taldi hann jafnframt að af 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu ætti að leiða að embættisdómarar yrðu að kveða upp gæsluvarðhaldsúrskurði. Þá væri þessi framkvæmd ekki í samræmi við ráðagerðir í frumvarpi því sem síðar varð að lögum nr. 80/1995, um að heimild til að láta dómarafulltrúa kveða upp slíka úrskurði yrði almennt ekki nýtt. I dómi Hæstaréttar segir: „Af lögskýringargögnum verður ráðið, að áðurnefnd framkvæmd sé á annan veg en löggjafinn hefur ætlast til. Það breytir þó ekki því, að eftir orðalagi 2. mgr. 6. gr. laga nr. 92/1989, svo sem henni var breytt með 1. gr. laga nr. 80/1995, er viðhlítandi lagastoð fyrir því að dómarafulltrúi fari með kröfu um gæsluvarðhald og kveði upp úrskurð. Eins og staða dómarafull- trúa er nú orðin, stenst þessi skipan þær kröfur sem verða leiddar af stjómskipunar- lögum og alþjóðasamningum sem Island er aðili að“. Athygli vekur að Hæstiréttur vísar almennt til þeirra krafna sem leiddar verða af alþjóðasamningum, án þess að tilgreina hvaða samningar það eru sem við er átt og án þess að geta þess hvort þeir hafa verið lögfestir eða ekki. Þar sem vísað var til mannréttindasáttmálans í röksemdum sakbomings verður að 19 Annað dæmi um þetta er H 1997 2828 (framsal). í málinu er réttur sakbominga til réttlátrar málsmeðferðar studdur við 70. gr. stjórnskipunarlaga og 6. gr. mannréttindasáttmálans. 364
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.